Skip to main content

Fáir meta eigin heyrnarskerðingu rétt!

Heyrnarmælingar staðfesta vanmat á eigin heyrnarskerðingu

sjalfsmat1

Nýleg rannsókn frá Kanada kannaði fylgni á milli heyrnarmælinga annars veg

ar og sjálfsmats viðkomandi þ.e. hvort og þá að hvað miklu leyti einstaklingurinn taldi sig heyrnaskerta(n) á öðru eða báðum eyrum.

Þátttakendur voru fyrst spurðir um heyrnarkerðingu sína og beðnir að meta hana

 vandlega. Síðan voru þátttakendur heyrnarmældir við bestu aðstæður og niðurstöður bornar saman.

Fólk á öllum aldri (20-79 ára) tóku þátt.

 

Ofmat á eigin heyrn

Niðurstöður reyndust býsna merkilegar. Í sjálfsmati töldu aðeins 4% sig vera með einhverja heyrnarskerðingu og flestir mátu hana léttvæga.

Mælingar sýndu hins vegar að tæp 20 prósent mældra einstaklinga höfðu skerta heyrna á öðru eyra eða báðum. 12% þátttakenda mældust með væga heyrnarskerðingu en rúm 7% með allverulega eða verulega skerta heyrn.

Þegar aldurshópurinn 70-79 ára var skoðaður sérstaklega kom í ljós að 65% þeirra mældust með skerta heyrn!

Ef að við umreiknum tíðni heyrnarskerðingar yfir á íslensku þjóðina og tökum sama aldurshóp þ.e. Íslendinga á aldrinum 70-79 ár (alls þús manns) þá má reikna með að 65% þeirra eða   þús séu með skerta heyrn. Mat okkar hjá Heyrnar-og talmeinastöð er að sennilega séu um helmingur þeirra ógreindur þ.e. hafi ekki mætt í heyrnarmælingu né leitað úrræða, annaðhvort meðvitað eða án þess að gera sér grein fyrir ástandi heyrnar sinnar.

Vægt heyrnartap er hunsað

12% Kanadamanna virðast vera með væga heyrnarskerðingu á öðru eða báðum eyrum. Fæstir gera sér grein fyrir því og truflar þau lítið dags daglega og þurfa ekki að beita öðrum úrræðum en að færa sig nær hljóðgjafa, hækka aðeins í sjónvarpinu o.s.frv. En um 7% fullorðinna hafa verra heyrnartap og þyrftu heyrnarbætandi aðgerðir s.s. heyrnartæki.

Stækkandi vandamál

Þar sem íslenska þjóðin eldist stöðugt má reikna með að tíðni heyrnarskerðingar eigi eftir að hækka verulega á næstu 20-30 árum. Miðað við mannfjöldaspár Hagstofu er reiknað með að Íslendingar verði um 440 þús árið 2035. Ef við reiknum með að heyrnarskerðing hjá 65 ára og eldri verði um 12% þá má búast við að um 10 þús aldraðra Íslendinga muni þurfa að nota heyrnarbætandi tækniaðstoð ! (og þá undanskiljum við allan annan aldur).

Rannsóknin var á vegum Canadian Health Measures.

Heimild: www.statcan.gc.ca

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline