Skip to main content

Námsörðugleikar – Er heyrnarskerðing orsökin ?

Fólk með námsörðugleika er líklegra til að vera heyrnarskert heldur en almennt gerist – En það er sjaldgæft að heyrnarskerðingin sé greind tímanlega.

Allt að 40% Breta með námsörðugleika eiga við heyrnarskerðingu að stríða en aðeins fáir þeirra fá viðeigandi hjálp eða úrræði. Þetta sýnir nýleg rannsókn í British Journal of Healthcare Assistants.

Rannsóknin skoðaði einkum hvaða hindranir eru í vegi fólks með námsörðugleika og hvort unnið sé úr þeim. Einn af þeim þáttum sem þetta fólk gerir sér jafnvel ekki grein fyrir sjálft er heyrnarskerðing.

difficult problem

Aðrir þættir fá meiri athygli

Heyrnarskerðing er oft aðeins einn af mörgum þáttum sem spila inn í námsörðugleikana og þeir sem annast einstaklinginn horfa oft meira á aðra þætti og heyrnarskerðingin uppgötvast oft ekki sem mikilvægur samspilandi þáttur.

Rannsakendur segja að heilbrigðisstarfsfólk treysti um of á að starfsfólk skóla og frumheilsugæslu greini heyrnarskerðinguna en að því miður sé ekki nægileg þekking til staðar til að greina heyrnarskerðingu á þessum stigum.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að með bættri greiningu heyrnarskerðingar og með viðeigandi meðferð með heyrnartækjum og hjálparbúnaði megi sjá marktækan mun á lífsgæðum og námsframmistöðu þessa hóps.

Heimild: www.news-medical.net           

ágúst 2015

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline