Ný tímaritsgrein eftir starfsmann HTÍ
Influence of consonant frequency on Icelandic-speaking children's speech acquisition
Nýlega var birt vísindagrein eftir Þóru Másdóttur, sviðsstjóra talmeinafræðideildar HTÍ í hinu virta tímariti International Journal of Speech-Language Pathology.
Í greininni birtist hluti niðurstaðna úr doktorsrannsókn Þóru um hljóðþróun íslenskra barna og málhljóðaröskun. Niðurstöðurnar greina m.a. frá því að í flestum tilfellum er hljóðþróun barna samhljóða, sama hvert tungumálið er. Samhljóðun er meiri eftir því sem hljóðkerfi tungumálanna eru líkari eða skyldari. Í íslensku má finna málhljóð og hljóðkerfisreglur sem eru mjög frábrugðnar öðrum málum. Í greininni er þessum hljóðum og reglum gerð nokkur skil.
Vinsamlega hafið samband við Þóru (
Netútgáfa fyrir áskrifendur tímaritsins aðgengileg 29. júlí 2015.
Höfundar: Þóra Másdóttir (Thóra Másdóttir), Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Stephanie F. Stokes, University of Canterbury, Nýja Sjálandi
ágúst 2015