Nýtt til sölu - Málhljóðapróf fyrir talmeinafræðinga
Málhljóðapróf ÞM
Höfundur: Þóra Másdóttir, Ph.D., talmeinafræðingur
Útgáfuár: 2014
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands gefur út Málhljóðapróf ÞM. Prófinu er ætlað að kanna málhljóðamyndun og framburð barna á aldrinum 2 ½ - 8 ára. Að baki stöðluninni liggja gögn frá 437 börnum. Talmeinafræðingar einir geta lagt prófið fyrir.
Málhljóðapróf ÞM samanstendur af myndabók, skorblöðum, veflægri handbók og ýmsum fylgiskjölum, t.d. athugun á talfærum og skiljanleika tals í samhengi. Ennfremur skjöl sem auðvelda greiningu gagna á skorblaðinu, t.d. SHR greining („myndunarstaður, myndunarháttur og röddun“) og Ólínuleg hljóðkerfisgreining (þ.e. „Nonlinear Phonological Scan Analysis“; höfundar: B. May Bernhardt og Joseph P. Stemberger, 2014).
Í Málhljóðaprófi ÞM eru prófuð 47 stök hljóð, 46 samhljóðaklasar og 12 fjölatkvæða orð. Prófið hefur einnig að geyma svokallaða misræmisathugun en athugun á misræmi vísar til þess hvort börn myndi sama orðið eins ef það er lagt þrisvar sinnum fyrir. Sérhljóð voru ekki athuguð sérstaklega í prófinu, þ.e. orðin voru ekki valin með tilliti til þeirra. Hins vegar er öll sérhljóð íslenskunnar að finna í prófinu, bæði stutt og löng (nema stutt /ö/ og /au/).
Verð: kr. 37.546 (fullt verð) og kr. 31.914 (fyrir talmeinafræðikandídata og nemendur í talmeinafræði)
Nánari upplýsingar veitir Þóra Másdóttir (