20% Breta heyrnarskertir árið 2030
Heyrnarskerðing er stórlega vanmetin og hunsuð segir ný skýrsla þarlendra heilbrigðisyfirvalda.
Eftir rúm 15 ár eða árið 2031 er talið að um fimmtungur bresku þjóðarinnar hafi greinst með heyrnarskerðingu. Í dag er talið að um 10 milljónir manna í Bretlandi séu með skerta heyrn eða sem svarar til 1 af hverjum 6.
Yfirvöld reikna með að sú tala eigi eftir að rísa og árið 2031 verði hún komin í 14.1 milljón eða 1 af hverjum 5 íbúum landsins.
Þessar sláandi tölur koma úr skýrslu nefndar “The Commission on Hearing Loss” sem vann verkið að beiðni The International Longevity Centre-UK (Alþjóðlegu Langlífismiðstöðvarinnar í Bretlandi).
Skýrslan staðhæfir einnig að þó að 10 milljón Breta séu nú með skerta heyrn þá séu einungis 2 milljónir af þeim 6 milljónum sem gætu haft verulegt gagn af heyrnartækjum með slík tæki og einungis 30% þeirra noti þau reglulega.
Heyrnarskerðing og heyrnarleysi loks í sviðsljósinu
Nefndin telur að heyrnarskerðing hafi allt of lengi verið hunsuð sem heilbrigðisvandamál þó svo að milljónir manna búið við verulega skert lífsgæði vegna fötlunarinnar.
Skýrsla nefndarinnar segir yfirvöld þurfa að leggja mun meiri áherslu á að bregðast við vandanum. Þannig verði yfirvöld að tryggja bæði fyrirbyggjandi aðgerðir og vönduð úrræði til aðstoðar þeim sem greinast með heyrnarskerðingu.
Skýrslu nefndarinnar má nálgast hér: hér
Heimild: www.ilcuk.org.uk