Skip to main content

Ný afgreiðsla HTÍ á Sauðárkróki !

saudarkrokurHeilbrstofnun

Þann 16.janúar s.l. opnaði Heyrnar-og talmeinastöð Íslands nýja afgreiðslu á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.Afgreiðsla HTÍ á Sauðárkróki verður opin annan hvern föstudag fyrst um sinn, á meðan í ljós kemur hver viðbrögð íbúa á NV-landi verða. Mögulegt er að afgreiðsludögum verði fjölgað í framtíðinni ef þörf krefur.

Augljóst var að Skagfirðingar mátu opnunina mikils því að fyrsti viðskiptavinurinn var mættur á staðinn á mínútunni 12:00!

 

Sofia Dalman, heyrnarfræðingur, mun sinna móttökunni en hún er jafnframt starfsmaður HTÍ á Akureyri (en þar er opið 2 daga í viku hverri). Sofia veitir alhliða þjónustu fyrir heyrnarskerta s.s. heyrnarmælingum, ráðgjöf um heyrnartæki og hjálpartæki, minniháttar viðhald og viðgerðir, sölu og afgreiðslu heyrnartækja og ýmissa varahluta og rafhlaðna fyrir heyrnartæki. Þá mun Sofia annast skimun á heyrn nýbura á NV-landi.

sofia2
Sofia Dalman, heyrnarfræðingur HTÍ, var ánægð í nýrri afgreiðslu stöðvarinnar í heilsugæslunni á Sauðárkróki.

 

Fullkomin aðstaða

Á Sauðárkróki er góð aðstaða fyrir Heyrnar-og talmeinastöð Íslands. Tæknimaður HTÍ fór yfir og stillti heyrnarmæli og klefa sem er á staðnum, en að auki var bætt við aðstöðu og tækjabúnað Sofiu á staðnum. Vonumst við til að geta bætt við fleiri þjónustuþáttum með tíð og tíma.

Heyrnar-og talmeinastöð Íslands vonar að íbúar á NV-landi muni nýta sér bætt aðgengi að þjónustu stofnunarinnar.

Bókanir í tíma hjá HTÍ á Sauðárkróki eru mótteknar í síma 581 3855 alla daga vikunnar á milli kl 08:30-15:30. Vinsamlegast takið fram að um afgreiðslu á Sauðárkróki sé að ræða.

 

 

Hér að neðan má sjá myndir frá opnunardeginum. Þór Sigurðsson, tæknimaður HTÍ, mældi og stillti heyrnarmælingarklefa og -mæla. Og viðskiptavinur númer 3 var af yngstu kynslóðinni, nýlega fæddur drengur sem mætti til skimunar á heyrn.

sofiaNyburamaeling2

thorKlefi1

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline