Skip to main content

HTÍ hlýtur gæðastyrk Velferðarráðuneytis !

Í október s.l. auglýsti Velferðarráðuneytið eftir umsóknum um styrki til gæðaverkefna á sviði heilbrigðismála. Heyrnar-og talmeinastöð Íslands sendi inn umsókn um verkefni sem lýtur að fjarþjónustu talmeinasviðs við notendur og umönnunaraðila á landsbyggðinni.

Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur nú tilkynnt um þau verkefni sem hlutu náð fyrir augum dómnefndar og njóta styrkveitingar Gæðastyrkja velferðarráðuneytis 2014.

Verkefni HTÍ er eitt af sex verkefnum sem hljóta gæðastyrki að þessu sinni. Styrkirnir voru afhentir hamingjusömum styrkþegum við athöfn í ráðuneytinu fimmtudaginn 15.janúar. Kristján Sverrisson, forstjóri HTÍ, veitti styrknum viðtöku fyrir hönd stofnunarinnar. Þakkaði hann nafna sínum og ráðuneytinu kærlega fyrir stuðninginn og hafði uppi heitstrengingar um bætta þjónustu talmeinasviðs HTÍ við hinar dreifðari byggðir landsins.

frá afhendingu Gæðastyrkja

Kampakátir styrkþegar ásamt ráðherra.
Kristján Sverrisson, forstjóri HTÍ, er annar frá hægri (og koma eflaust fáir aðrir til greina á myndinni)

 

Verkefnið:

HTÍ vill kanna hvort að fjarþjónusta (telepractice) geti bætt þjónustu við skjólstæðinga sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins. Tilraunaverkefni þetta (pilot) felst í að setja upp færanlegan fjarfundabúnað sem notaður verður við upphafsþjálfun barna í forgangshópi varðandi talmein, að undangengnu staðbundnu mati á HTÍ, - allt að 8 vikna (16 skipti) meðferð talmeinafræðings í Reykjavík fyrir barn í heimahúsi eða skóla utan SV-horns.

Í forgangshópi HTÍ varðandi talmein eru t.d. börn með kuðungsígræðslutæki vegna heyrnarleysis, börn með skarð í góm/vör, o.fl.

 

Greining og meðferð í nærumhverfi barna getur verið gjörbylting í þjónustu við þennan skjólstæðingahóp. Sérmenntaðir talmeinafræðingar á áðurnefndu sviði eru fáir og nær enginn utan höfuðborgarsvæðisins. Ef vel tekst til mætti mæla með og fjölfalda verkefnið til leikskóla, skóla og sveitarfélaga sem gætu komið upp slíkum búnaði eða fengið lánaðan og gert samninga við talmeinafræðinga varðandi þjónustu í nærumhverfi barna (og fullorðinna). Mikill kostnaður foreldra og heilbrigðiskerfis gæti lækkað verulega þar sem tæknin verður sífellt ódýrari og fullkomnari.

 

Tilgangur og markmið verkefnis:

Að kanna gagnsemi, framkvæmanleika og hagkvæmni á nærþjónustu í talþjálfun veittri með fjarfundabúnaði. Þjónusta miðlægrar þjónustustofnunar í Reykjavík standi til boða notendum í dreifðari byggðum.

 

Vonast er til að ljúka verkefninu á haustdögum.

 

Heyrnar-og talmeinastöð Íslands þakkar ráðuneytinu kærlega fyrir stuðninginn.

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline