Skip to main content

Læknar tala fyrir daufum eyrum

Fimmtungur eldri borgara eiga erfitt með að skilja leiðbeiningar heilbrigðisstarfsmanna

2014-08-15
Góður skilningur sjúklinga á fyrirmælum og leiðbeiningum lækna og hjúkrunarfólks er afar mikilvægur fyrir vellíðan sjúklingsins. Nýleg, áströlsk rannsókn sýnir að margir heyrnarskertra eldri borgara rangtúlka skilaboð og leiðbeiningar læknis vegna heyrnarskerðingarinnar. Annað samskiptaform milli sjúklinga og lækna gæti verið lausn.

Heyrnarskertir upplifa skömm og vanmátt

Rannsókn á meira en 1.300 Áströlum, eldri en 50 ára, gefur til kynna að 21% þátttakenda eiga í vandræðum þegar þau heimsækja heimilislækni vegna heyrnarvandamála. Einnig sögðust 14% þeirra skammast sín fyrir að biðja heimilslækninn að endurtaka setningar og 10% fannst erfitt að fylgja leiðbeiningum um notkun lyfja. Samkvæmt vísindamönnunum undirstrika niðurstöður rannsóknarinnar þörfina fyrir mismunandi samskiptamáta þegar gefa þarf læknisfræðilegar leiðbeiningar til heyrnarskertra.

Fresta notkun heyrnartækja

Ekki nóg með að heyrnarskertir eigi í vandræðum með að fylgja leiðbeiningum; Rannsóknin leiddi einnig í ljós að tæplega helmingur eldra fólks sem greindist með heyrnartap bíða meira en fjögur ár áður en þau grípa til aðgerða s.s. að fá sér heyrnartæki. Þessi skortur á faglegri heyrnarumönnun meðal ástralska eldri borgara er talin vera afleiðing af tregðu þeirra til að viðurkenna að þeir hafi eins mikið heyrnartap og þeir hafa í raun. Eldra fólk trúir ekki að heyrn þeirra aé svo slæm eða þau sætta sig einfaldlega við vandamálið, vegna þess að þau sjá það ekki sem forgangsverkefni.

Regluleg heyrnarskimun mikilvæg

Rannsakendur leggja áherslu á mikilvægi þess að grípa snemma inn í með aðgerðum varðandi heyrnarvandamál. Þeir ráðleggja fólki að hafa heyrnarmælingu sem hluta af reglulegri heilsufars-skoðun. Hér gegna heimilislæknar mikilvægu hlutverki. Með einfaldri heyrnarskimun geta læknar aukið lífsgæði sjúklinga sinna verulega.

Hægt er að bóka heyrnarmælingu hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (s:581 3855) og fá þar ráðgjöf um heyrnartæki og önnur hjálpartæki og úrræði fyrir heyrnarskerta. Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn geta einnig vísað fólki til stöðvarinnar.

Rannsóknin var gerð og gefin út af Australian Hearing samtökunum.
Heimild: www.bellingencourier.com.au

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline