Holl fæða = Betri heyrn ?
Holl fæða = Heilbrigðari heyrn ?
Fækkun hitaeininga í fæðu getur gagnast heyrn, samkvæmt sænskri rannsókn.
Holl fæða = Heilbrigð heyrn ?
Fjölmargar fæðu- og næringarleiðbeiningar eru algildar. Ráðgjöf og tillögur um hvað á að borða, hvað á ekki að borða og jákvæð áhrif megrunarkúra, allt getur þetta jafnvel leitt til bættrar heyrnar.
Sænsk rannsókn bendir til þess að takmörkun hitaeininga, auk þess að hafa áhrif til að hægja á öldrun, getur einnig verið hagstæð og dýrmæt í tengslum við aldurstengda heyrnarskerðingu.
Í rannsókn voru þrjátíu mánaða gamlar rottur settar á mataræði sem takmarkaði hitaeiningar um 70% og var sá hópur borinn saman við rottur sem voru fóðraðar að vild. Niðurstöður voru margvíslegar. Auk þess að lengja lífslíkur karlkyns-rotta um nær 20 %, sýndu niðurstöður einnig að hitaeininga-snauðara fæði leiddi til betri heyrnarheilsu hjá kvenrottum.
Niðurstöðurnar sýna því að mataræði (fækkun hitaeininga) seinkar aldurstengdu niðurbroti heyrnartaugarkerfisins. Rannsakendur vonast til að rannsaka orsakir aldurstengda heyrnarskerðingu enn frekar og kanna leiðir til að tefja eða jafnvel koma í veg fyrir þessa fötlun í framtíðinni.
Hljóðfræðileg viðbrögð
Rottumar sem voru prófaðar með hitaeiningasnauðu fæði sýndu nokkuð hagstæðari áhrif miðað við samanburðarhóp rotta sem fengu fæði að vild. Ekki síst sú niðurstaða að hljóð-viðbrögð voru varðveitt óskert hjá 73% af rottum á megrunarfæðinu. Ennfremur kom í ljós að rýrnun á vefjum í kuðungi innra eyrans (stria vascularis) í þessum rottum, var einnig mjög takmörkuð miðað við samanburðarhópinn.
Um rannsóknina
Rannsóknin var framkvæmd af Paulu Mannström og liði vísindamanna hjá taugavísindadeild Karolinska Institutet í Stokkhólmi, Svíþjóð. Rannsóknin var birt í vísindatímaritinu " Experimental Gerontology".
Eldri rannsóknir hafa sýnt að ákveðnar fæðutegundir og næring geti verndað gegn heyrnarskerðingu, s.s. fólínsýra (B-vítamín), omega – 3 fitusýrur og A-vítamín.
Nú þurfa bara íslenskir vísindamenn að rannsaka hvort að gamla góða lýsið getur ekki viðhaldið góðri heyrn fram á elliárin!
Heimild : Audiology Info, nr. 22 , september 2013 og www.publications.ki.se