Áhrif heyrnarskerðingar á líf eldra fólks
Heyrnarskerðing getur haft áhrif á persónuleika eldra fólks
Nýleg sænsk rannsókn sýnir að heyrnarskerðing getur haft djúpstæð áhrif á persónuleika og félagslíf aldraðra.
Það er alkunna að fólk verður heimakærara með aldrinum og fer minna út á meðal fólks. Þessi breyting á persónuleika er þó sýnu algengari meðal fólks með heyrnartap. Lausnin er að viðurkenna vandann og meðhöndla heyrnarskerðingu aldraðra, segja vísindamenn.
Heyrnarskerðing hefur áhrif persónuleika
Í rannsókn sem gerð var af sænskum vísindamönnum voru rannsakaðir 400 einstaklingar á aldrinum 80-98 ára yfir sex ára tímabil. Á tveggja ára fresti voru aldraðir metnir með tilliti til líkamlegrar og andlegrar líðanar sem og persónuleika-einkenna s.s. félagslyndis og tilfinningalegs stöðugleika.
Á því sex ára tímabili, sem vísindamennirnir skoðuðu, sáu þeir að jafnvel þótt tilfinningalegur stöðugleiki þátttakenda haldist óbreyttur, þá dró mjög úr félagslegri þátttöku fólks í hópnum. Vísindamönnunum þótti tíðindum sæta að þeir gátu ekki tengt breytingu á persónuleika til líkamlegrar hrörnunar eða vitglapa eða þá erfiðleika við að finna félagsstarf við hæfi eldra fólks.
Eini þátturinn sem rannsakendur gátu tengt við minni félagsfærni þeirra sem rannsakaðir voru var heyrnarskerðing. Samkvæmt vísindamönnunum sýna niðurstöðurnar ljóslega að heyrnarskerðing hefur bein áhrif á lífsgæði aldraðra hvað varðar félagslega þátttöku. Ennfremur varpar rannsóknin ljósi á þróun persónuleika á efri árum.
Heyrnartæki auka vellíðan og velferð
Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi þess að viðurkenna og meðhöndla tapaða heyrn meðal eldri t.d. með heyrnartækjum.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að félagslyndir einstaklingar eru ánægðari með líf sitt. Þó að vísindamenn geti ekki sannað orsakasamhengi, telja þeir samt afar líklegt að tengslin á milli heyrnarskerðingar og félagslegrar hlédrægni ógni velferð eldra fólks.
Um rannsóknina
Rannsóknin var gerð af vísindamönnum við sálfræðideild háskólans í Gautaborg, Svíþjóð og birtist í Journal of Personality.
Heimild: www.eurekalert.org