Mikil einbeiting heyrnarskertra barna veldur þreytu
Heyrnarskert börn sýna meiri þreytumerki
Áhrif heyrnarskerðingar eru greinileg hjá börnum á skóla-aldri
Í nýlegri rannsókn sem birtist í The American Journal of Audiology (Des 2013), sýna niðurstöður að heyrnarskert börn á skóla-aldri sýna marktækt meiri þreytumerki en vel heyrandi jafnaldrar þeirra. Rannsakendur notuðu kvarða sem skoða sérstaklega þreytu og lífsgæði (Pediatric Quality of Life Inventory Multidimensional Fatique Scale) til að meta börn með og án heyrnarskerðingar. Í ljós komu víðtæk áhrif heyrnarskerðingar á almenna þreytu, andlega þreytu, meiri þreytu eftir svefn/hvíld o.fl.
Viðvarandi þreyta af völdum heyrnarskerðingar leiðir til slakar árangurs í námi og við félagslegar athafnir. Frekari rannsókna er þörf en ljóst er að taka þarf sérstakt tillit til heyrnarskertra barna í almennum skólum. Þá styðja niðurstöðurnar mikilvægi þess að tryggja börnum aðgang að vönduðum heyrnartækjum og hjálpartækjum sem auðvelda þeim lífið við leik og störf.