Ungt fólk getur vænst heyrnarskerðingar
Ungt fólk getur vænst heyrnarskerðingar
Einn af hverjum fjórum notendum háværra heyrnartóla segjast vera með heyrnarvandamál, sýnir nýleg rannsókn.
Fleiri og fleiri fólk eru með vandamál tengd heyrn. Sérstaklega er ungt fólk í hættu, þar sem þau nota oft hávær heyrnartól. Þetta er a.m.k. raunin hjá ungu fólki í New York, borginni sem aldrei sefur.
Samkvæmt bandarískum rannsóknum er einn af hverjum fjórum ungum New York búum á aldrinum 18-44 með heyrnarskerðingu og heyrnarvandamál er að finna hjá 23% af þeim sem nota hátt stillt heyrnartól í að minnsta kosti fimm daga í viku og a.m.k. fjórar klukkustundir á dag. Allt í allt reynast 16 % fullorðinna New York-búa vera með heyrnarvandamál.
Vísindamenn álykta að ef unglingar nota oft hávær heyrnartól, mega þeir búast við að þurfa að takast á við suð í eyrum eða heyrnarskerðingu í kjölfarið.
Mikil notkun heyrnartóla
Samkvæmt bandarísku rannsókninni hlusta börn, unglingar og yngri fullorðnir oft á tónlist með heyrnartólum á háum hljóðstyrk. Langvarandi hávaði af þessu tagi getur valdið skaða í innra eyra, sem leiðir til heyrnaskerðingar, eyrnasuðs eða hvorttveggja.
Ungt fólk, sem reglulega notar hávær heyrnartól, er meira en tvisvar sinnum líklegra til að vera með heyrnarvandamál en þeir sem gera það ekki.
Um rannsóknina
Rannsóknin er bandarísk könnun frá 2011. framkvæmd af New York City Department of Health .
Fyrir vísindamenn eru skilaboðin skýr: Fólk þarf að lækka hljóðið í heyrnartólum sínum ef það vill vernda eyrun fyrir skemmdum.
LÆKKUM Í TÆKJUNUM !
Heimild : www.upi.com og www.nydailynews.com