Skip to main content

Heyrnartap af völdum hávaða afturkræft?

Heyrnartap af völdum hávaða afturkræft?

Meðferð til endurnýjunar hárfruma og taugafruma í eyra gæti unnið upp tapaða heyrn vegna hávaða ef meðferð hefst nægilega snemma.

Mikill hávaði s.s. sprengingar og skothvellir geta skaðað kuðung og innra eyra og valdið s.k. hávaða-heyrnarskerðingu (HHS). Eldri rannsóknir hafa yfirleitt haldið fram að HHS væri óafturkræf ef afar viðkvæm uppbygging kuðungs í innra eyra höfðu orðið fyrir skemmdum .

Samkvæmt nýjum rannsóknumn vísindamanna við Stanford læknaháskólann er mögulegt að skemmdir á hár og tauga- frumum af völdum hávaða geti gengið til baka.

Niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framtíðarþróunar lyfja og skurðtækni sem gæti dregið úr varanlegum skaða á kuðungi, ef meðferð er hafin tafarlaust eftir að heyrn skemmist vegna mikils hávaða eða sprenginga.

Margir sem vinna í umhverfi með sprengingum eða háum hvellum, skotveiðimenn og fleiri verða fyrir skaða á heyrn. Eyrnasuð, skemmdir á hljóðhimnu og heyrnartap er oft afleiðing umhverfishávaða, skothvella og sprenginga. Þá eru hermönnum sérstaklega hætt við slíkum skaða en til allra hamingju erum við Íslendingar lausir við svo áhættusöm störf.

Niðurstöður rannsóknarinnar gætu því hafa sérstaka þýðingu fyrir bæði hermenn og óbreytta borgara á stríðshrjáðum svæðum.


Endurnýjun glataðra fruma

Með notkun ákveðinna lyfja fljótlega eftir að skaði verður er mögulegt að lágmarka skaða á eyra og draga úr varanlegu heyrnartapi.

Niðurstöður rannsóknarinnar boða því verulegar framfarir á meðferð heyrnarskerðingar. Rannsakendur vonast til að ná þessu markmiði og byrja tilraunir á mönnum innan 10 ára.

Til þess að ná því markmiði er nauðsynlegt að finna leiðir til að tryggja endurnýjun glataðra hár- og taugafruma í innra eyra. Samkvæmt vísindamönnum er þegar hafin mikilvæg vinna við framkvæmd á þessu merka verkefni.

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu PLoS One. Höfundar eru John Oghalai og hópur vísindamanna frá Stanford University School of Medicine.

Heimild : www.stanforddaily.com

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline