Skip to main content

Hávært umhverfi og tengd heyrnarvandamál

Hljóðumhverfi skólabarna hefur áhrif á börn og kennara.

Við lifum í sífellt háværari veröld. Börn okkar fara ekki varhluta af þessari þróun og margir hafa áhyggjur af áhrifum sem hávaði og hávært umhverfi getur haft á heyrn barna, málþroska þeirra og námshæfni.

Rannsókn sem framkvæmd var í Gautaborg árið 2004 (á Sahlgrenska sjúkrahúsinu) sýndi að 60% 7 ára barna, sem svöruðu spurningum í tengslum við venjubundna heyrnarmælingu, sögðu að það suðaði og klingdi oft í eyrunum.

Sjö árum fyrr var þessi tala miklu lægri eða aðeins 12 %!
Þetta bendir eindregið til versnandi hljóðumhverfis barna og ekki er ástæða til að ætla að ástandið sé nokkru betra hér á landi.
Skýrsla unnin í samvinnu við National Institude of Public Health, Danmörk, 2002 (aðalhöfundur: Marie Louise Bistrup: "Children and noise") segir eftirfarandi:„Rannsóknir hafa sýnt eftirfarandi áhrif hávaða á námsgetu barna:

Minni einbeitingarhæfni
Minni lestrarhæfni
Minni hæfni í að sjá villur
Minni hæfni í að leysa erfið verkefni (lægri frustrations-þröskuldur)"

Skilaboðin eru skýr, sjá þarf til þess heima og í skóla að börnin geti stundað sitt nám við kyrrlátar aðstæður.

Hávaði hefur áhrif á námsframvindu barna og stöðug hávaðamengun truflar hugræna starfsemi s.s. :

Lestrarfærni
Langtímaminni
Skerðir athygli/einbeitingu
Skerðir heyrnaræna greiningu

 (Alþjóða Heilbrigðisstofnunin, WHO skýrsla)

Og rannsókn birt í "AudioNytt" 2010, fagtímariti heyrnarfræðinga í Svíþjóð (aðalhöfundur: Ann-Cathrine Lindblad) leggur eftirfarandi til málanna:

„Rannsókn á 272 einstaklingum sem leitað höfðu hjálpar vegna tinnitus (eyrnasuðs) og viðkvæmni fyrir hljóðum en höfðu ekki mælst með heyrnarskerðingu. Í ljós kom að kennarar í hópnum höfðu áberandi versnandi virkni í innri hárfrumum kuðungs í eyra. Við samanburð milli starfsstétta innan hópsins hafði kennarahópurinn svipaða talgreiningu í klið og hópur iðnaðarmanna."
Þetta sýnir enn og aftur að hávært umhverfi skólabarna getur hreinlega haft neikvæð áhrif á einbeitingu, heyrn og námsárangur. Og blessaðir kennararnir eru engu betur settir! 

Sjá nánar um hávaða og umhverfi á vef Umhverfisstofnunar: 

http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Heilbrigdiseftirlit/Mæliaðferðir_við_hljóðmælingar_Leiðbeiningar[1].pdf

 

http://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Heilbrigdi-og-orygg/Havadi/Leiðbeiningar_Hljóðvistarkröfur%20í%20umhverfi%20barna_2012.pdf

 

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline