Skip to main content

Fróðleiksmoli!

Í greinargerð um „Heilsufar og heilbrigðisþjónustu aldraðra á Íslandi, nú og í framtíð," sem unnin var fyrir stýrihóp heilbrigðisráðuneytisins 2001 um stefnu í málefnum aldraðra næstu 15 árin var eftirfarandi texta að finna um vandamálið heyrnarskerðingu:

„Heyrnarskerðing hefur áhrif á 30% fólks á aldrinum 65-70 ára og yfir 40% þeirra sem eru 75 ára og eldri. Heyrnartap skerðir mjög samskiptafærni og þar með lífsgæði.“

Svo mörg voru þau orð. Nákvæmlega svo mörg orð. Og þetta var greinargerð upp á 17 blaðsíður!
Þarna kemur vissulega fram að Heyrnarskerðing aldraðra er stórt vandamál en hitt er sláandi, að varla sé hægt að finna alvöru stefnumörkun um hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld ætla sér að taka á þessum vanda sem vex stöðugt með síhækkandi aldri Íslendinga og hækkuðu hlutfalli eldri borgara.
Heyrnar- og talmeinastöð mun reyna að vekja athygli á þessum málaflokki á næstu misserum og auglýsir eftir öllum þeim sem leggja vilja okkur lið.

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline