Fróðleiksmoli!
Í greinargerð um „Heilsufar og heilbrigðisþjónustu aldraðra á Íslandi, nú og í framtíð," sem unnin var fyrir stýrihóp heilbrigðisráðuneytisins 2001 um stefnu í málefnum aldraðra næstu 15 árin var eftirfarandi texta að finna um vandamálið heyrnarskerðingu:
„Heyrnarskerðing hefur áhrif á 30% fólks á aldrinum 65-70 ára og yfir 40% þeirra sem eru 75 ára og eldri. Heyrnartap skerðir mjög samskiptafærni og þar með lífsgæði.“
Svo mörg voru þau orð. Nákvæmlega svo mörg orð. Og þetta var greinargerð upp á 17 blaðsíður!
Þarna kemur vissulega fram að Heyrnarskerðing aldraðra er stórt vandamál en hitt er sláandi, að varla sé hægt að finna alvöru stefnumörkun um hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld ætla sér að taka á þessum vanda sem vex stöðugt með síhækkandi aldri Íslendinga og hækkuðu hlutfalli eldri borgara.
Heyrnar- og talmeinastöð mun reyna að vekja athygli á þessum málaflokki á næstu misserum og auglýsir eftir öllum þeim sem leggja vilja okkur lið.