Skip to main content

Heyrnarskerðing norskra ungmenna

7% ungra Norðmanna sem ganga í herinn þjást af heyrnarskerðingu

Skýrsla gefin út á vegum norska hersins bendir til þess að fjöldi nýliða í hernum með heyrnarskerðingu hafi hækkað úr 1% árið 2008 í 7% árið 2012.

Orsakir eru óljósar

Ástæðan fyrir þessum skyndilega vexti í fjölda tilvika er enn óljós að sögn lækna sem framkvæmdu rannsóknina á árunum 2008 til 2012.

„Á meðan á rannsókn stóð gátum við séð að blóðþrýstingur og líkamsþyngdarstuðull (BMI) nýliða lækkuðu sem gefur til kynna að þeir séu í betra formi en þeir voru áður. Hins vegar höfum við tekið eftir ótrúlegum breytingum á heyrn hermanna," útskýrði Einar Kristian Borud, ráðgjafi heilbrigðisdeildar hersins (FSAN).

Háværir tónlistarspilarar gætu verið hluti af skýringunni

Notkun MP3 spilara og farsíma gæti verið meðal ástæðna fyrir auknum fjölda tilvika heyrnarskerðingar, samkvæmt Anders Hegre, forstjóra samtaka heyrnarskertra í Noregi (HLF).
„Í dag sjáum við hversu margir það eru sem ganga stöðugt um með tónlist í eyrunum, annað hvort frá farsíma eða MP3 tækjum. Þetta getur skaðað heyrn ef ekki er farið varlega," heldur Hegre áfram.
600.000 Norðmenn þjást af heyrnarskerðingu. 25.000 af þeim eru á aldrinum 20 til 34 ára.

Sjá meira : http://www.hlf.no

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline