Lifðu lengur - notaðu heyrnartæki!
Íslensk rannsókn hefur sýnt að eldri menn með heyrnartap hafa hækkaða dánartíðni. Notendur heyrnartækja sýna hins vegar svipaða dánartíðni og aðrir.
Vísindamenn hafa rannsakað tengsl milli heyrnar- og sjónskerðingar og dánartíðni. Könnunin sýnir að eldri menn með heyrnarskerðingu, eða samsetta heyrnar- og sjónskerðingu, eru líklegri til að deyja innan fimm ára tímabils en aðrir.
Meiri áhætta
Samanborið við karla án heyrnar- eða sjónskerðingar mælast menn með bæði heyrnar- og sjón- skerðingu með aukna hættu á að deyja af ólíkum orsökum, en menn sem einungis höfðu heyrnartap voru með auknar líkur á að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum en aðrir hópar.Meðal fólks með heyrnarskerðingu eða samsetta heyrnar- og sjónskerðingu, voru notendur heyrnartækja að jafnaði eldri og með alvarlegra heyrnartap. Á hinn bóginn voru heyrnartækjanotendur almennt í verulega minni hættu á að deyja en þeir sem ekki nota heyrnartæki.
Konur
Í könnuninni var ekki hægt að finna tölfræðilega marktæk tengsl milli heyrnartaps eða sjónrænnar skerðingar og dánartíðni meðal kvenna.
Rannsóknin náði til 4.926 íslenskra einstaklinga á aldrinum 67 eða eldri. Meðal þátttakenda voru 25,4% með heyrnarskerðingu, 9.2 % höfðu sjónskerðingu og 7% höfðu bæði sjón- og heyrnarskerðingu.
Könnunin „Skerðing á heyrn og sjón og áhrif á dánartíðni hjá eldri fólki : AGES - Reykjavik Study" var birt í tímaritinu Age and Ageing, Oxford Journals, í ágúst 2013.
Heimildir: http://ageing.oxfordjournals.org og www.ncbi.nlm.nih.gov