Skip to main content

Lifðu lengur - notaðu heyrnartæki!

Íslensk rannsókn hefur sýnt að eldri menn með heyrnartap hafa hækkaða dánartíðni. Notendur heyrnartækja sýna hins vegar svipaða dánartíðni og aðrir.

Vísindamenn hafa rannsakað tengsl milli heyrnar- og sjónskerðingar og dánartíðni. Könnunin sýnir að eldri menn með heyrnarskerðingu, eða samsetta heyrnar- og sjónskerðingu, eru líklegri til að deyja innan fimm ára tímabils en aðrir.

Meiri áhætta

Samanborið við karla án heyrnar- eða sjónskerðingar mælast menn með bæði heyrnar- og sjón- skerðingu með aukna hættu á að deyja af ólíkum orsökum, en menn sem einungis höfðu heyrnartap voru með auknar líkur á að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum en aðrir hópar.Meðal fólks með heyrnarskerðingu eða samsetta heyrnar- og sjónskerðingu, voru notendur heyrnartækja að jafnaði eldri og með alvarlegra heyrnartap. Á hinn bóginn voru heyrnartækjanotendur almennt í verulega minni hættu á að deyja en þeir sem ekki nota heyrnartæki.

Konur

Í könnuninni var ekki hægt að finna tölfræðilega marktæk tengsl milli heyrnartaps eða sjónrænnar skerðingar og dánartíðni meðal kvenna.
Rannsóknin náði til 4.926 íslenskra einstaklinga á aldrinum 67 eða eldri. Meðal þátttakenda voru 25,4% með heyrnarskerðingu, 9.2 % höfðu sjónskerðingu og 7% höfðu bæði sjón- og heyrnarskerðingu.
Könnunin „Skerðing á heyrn og sjón og áhrif á dánartíðni hjá eldri fólki : AGES - Reykjavik Study" var birt í tímaritinu Age and Ageing, Oxford Journals, í ágúst 2013.

Heimildir: http://ageing.oxfordjournals.org og www.ncbi.nlm.nih.gov

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline