Offita hjá unglingum tengist heyrnarskerðingu
Unglingar með offitu eru líklegri til að verða fyrir heyrnartapi en aðrir jafnaldrar þeirra.
Unglingar með offitu eru næstum tvisvar sinnum líklegri til að þróa lágmarks - hátíðni heyrnarskerðingu , samkvæmt rannsókn frá Medical Center Columbia University .
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að 15,16 % af offitusjúklingum unglinga , (skilgreindir með líkamsþyngdarstuðul (BMI ) yfir 95 hundraðshlutamörk) , þjáðust af s.k. sensorineural heyrnarskerðingu. Til samanburðar voru aðeins 7.89 % af unglingum í meðalþyngd (samanburðarhópurinn) með heyrnarskerðingu .
" Þetta er fyrsta rannsókn sem sýnir að offita tengist heyrnarskerðingu hjá unglingum , " sagði aðalhöfundur rannsóknarinnar, Anil K. Lalwani , prófessor á skurðdeild Háls- nef og eyrnadeild Háskólasjúkrahúsinu í Columbia University í Bandaríkjunum .
Regluleg skimun heyrnar er nauðsynleg
Niðurstöðurnar sýna hversu snemma skaði á innra eyra getur leitt til heyrnarmissis þegar offeitir unglingar verða offeitir fullorðnir. Lalwani mælir með reglulegri skimun heyrnar hjá offitusjúklingum á unglingsaldri .
" Fyrri rannsóknir hafa sýnt að 80 % unglinga með heyrnarskerðingu voru ómeðvitaðir um eigin heyrnarskerðingu. Því ættu unglingar með offitu að fá reglulega heyrnarskimun svo þá megi meðhöndla á viðeigandi hátt til að forðast andleg og hegðunarvandamál, " leggur Lalwani til.
Um rannsóknina
Lalwani og samstarfsmenn hans greindu gögn úr National Health & Nutrition Survey sem unnin var af National Center for Statistics Health of the Centers for Disease Control and Prevention á árunum 2005 og 2006.
Rannsóknin náði til 1.500 unglinga á aldrinum 12-19ára, sem svöruðu spurningum um persónulega og fjölskyldu-sjúkrasögu , hvaða lyf þeir tóku , reykingar, félagslega þætti og sögu um útsetningu fyrir hávaða.
Heimildir : www.medicaldaily.com og www.news-medical.net