Er ég að tapa heyrninni? - Fræðsla!
Fræðslufundir um hvernig hægt er að sætta sig við og lifa góðu lífi þrátt fyrir heyrnarskerðingu
Kristbjörg Gunnarsdóttir, heyrnarfræðingur á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands býður til fræðslufunda og spjalls um heyrn, heyrnarskerðingu, heyrnartæki og önnur hjálpartæki fyrir heyrnarskerta.
Á hverjum fundi er reynt að svara eftirfarandi spurningum:
- Hvernig heyrum við?
- Hvað gerist þegar við missum heyrnina?
- Hvaða áhrif hefur heyrnartapið á daglegt líf?
- Hvað geta ættingjar og vinir gert?
- Hvernig geta heyrnartæki hjálpað?
Fræðslan er ætluð þeim sem:
- eru heyrnarskertir og langar að fræðast meir
- eru farnir að tapa heyrn og byrjaðir að huga að heyrnar- og/eða hjálpartækjum
- eiga aðstandanda eða vin sem er heyrnarskertur
Fræðslufundirnir eru haldnir annan hvern þriðjudag kl. 13.30 á þriðju hæð í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og lýkur um kl. 15:00.
Athugið! Fræðslufundirnir eru ókeypis
Þú getur skráð þig í afgreiðslu Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar, í síma 581 3855 eða á netfanginu