Sjónvarpsfréttir með texta
Miðvikudaginn 13. mars klukkan 19:00 verða sjónvarpsfréttir RÚV sendar út með texta. Í fréttum segir að stefnt sé að því að allt efni á vegum fréttastofunnar verði textað, líka beinar útsendingar. Á vefsíðu RÚV verður hægt að hlusta á talgervlana Dóru og Karl lesa þann texta sem þar er birtur. Í byrjun verður textunin bundin við aðalfréttatímann en síðar tekin upp í tíufréttum og öðrum fréttatengdum þáttum. Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, segir í sömu frétt að lengi hafi verið stefnt að því að bæta þessari þjónustu við fréttamiðlun RÚV og til dæmis verði umræðuþættir í aðdraganda kosninganna í vor textaðir.