Skip to main content

EasyTek™

Auðveld tenging og einstök þægindi.

Hægt er að ganga með létt og stílhreint easyTek-tækið utan á fatnaði eða innan klæða á lítt áberandi hátt og það tengir heyrnartækin við Bluetooth-tæki af mörgum gerðum. Hljóð frá sjónvarpi, mp3 spilurum, símum og öðrum hljóðgjöfum er sent beina leið í eyrun. Auk þess er tækið fjarstýring og með því geturðu stillt allar stillingar á heyrnartækjunum. Njóttu þess að hlusta með easyTek á auðveldan hátt.

Fjölbreytilegir tengimöguleikar

  • Fjarstýring og streymir í einu litlu og stílhreinu tæki
  • Sendir hljóðmerki í bæði eyru í alvöru steríó-hljómi
  • Bluetooth® þráðlaus inngangur frá hljómtækjum og beinn hljóðingangur tengja þig við sjónvörp VoiceLink-tæki, tónlistarspilara, fartölvur, snjallsíma og margt fleira
  • Áreiðanleg streyming hljóðs með mjög lítilli orkunotkun og sérlega traust streyming á hljóði frá Bluetooth® and FM-tækjum
  • Hægt er að nota fjöltenginguna með tveimur símum í einu
  • Streymir hljóði frá tveimur sendum
  • Auknir möguleikar á aðgerðum með easyTek appinu

Auðvelt í meðförum

  • Tækinu er stjórnað á lítt áberandi og þægilegan hátt með einni snertingu við fjölnotahnapp sem er auðveldur í notkun
  • Tækið greinir ástandið sjálfkrafa og stillir aðgerðir og stjórntæki fyrir streymingu, símtöl, dagskrárliði og aðra hljóðgjafa
  • Loftnetið er í formi lykkju um hálsinn og þannig er tækið staðsett til að notkun þess sé áreiðanleg og hljómgæðin sem best

“Bluetooth® vörumerkið og kennimerkið eru í eigu Bluetooth SIG Inc. og notkun Sivantos á þessum merkjum er samkvæmt leyfum. Önnur vörumerki og kennimerki tilheyra viðkomandi eigendum.”

Kynntu þér búnaðinn

Kynntu þér búnaðinn

Líttu nánar á þennan hlut í 360° ásýnd, hreyfimynd sýnir aðgerðir og litaval. 

Tækni

Tækni

Kynntu þér hvernig þetta tæki notar hátækni frá Siemens til að tryggja hljómgæði af fullkomnustu gerð. 

Fylgihlutir

Fylgihlutir

Kynntu þér fylgihlutina sem eru samhæfðir við tækið. 

Handling videos

Handling videos

Useful tips for the everyday usage and maintenance of your hearing instrument.