Auðveld tenging og einstök þægindi.
Hægt er að ganga með létt og stílhreint easyTek-tækið utan á fatnaði eða innan klæða á lítt áberandi hátt og það tengir heyrnartækin við Bluetooth-tæki af mörgum gerðum. Hljóð frá sjónvarpi, mp3 spilurum, símum og öðrum hljóðgjöfum er sent beina leið í eyrun. Auk þess er tækið fjarstýring og með því geturðu stillt allar stillingar á heyrnartækjunum. Njóttu þess að hlusta með easyTek á auðveldan hátt.
Fjölbreytilegir tengimöguleikar
- Fjarstýring og streymir í einu litlu og stílhreinu tæki
- Sendir hljóðmerki í bæði eyru í alvöru steríó-hljómi
- Bluetooth® þráðlaus inngangur frá hljómtækjum og beinn hljóðingangur tengja þig við sjónvörp VoiceLink-tæki, tónlistarspilara, fartölvur, snjallsíma og margt fleira
- Áreiðanleg streyming hljóðs með mjög lítilli orkunotkun og sérlega traust streyming á hljóði frá Bluetooth® and FM-tækjum
- Hægt er að nota fjöltenginguna með tveimur símum í einu
- Streymir hljóði frá tveimur sendum
- Auknir möguleikar á aðgerðum með easyTek appinu
Auðvelt í meðförum
- Tækinu er stjórnað á lítt áberandi og þægilegan hátt með einni snertingu við fjölnotahnapp sem er auðveldur í notkun
- Tækið greinir ástandið sjálfkrafa og stillir aðgerðir og stjórntæki fyrir streymingu, símtöl, dagskrárliði og aðra hljóðgjafa
- Loftnetið er í formi lykkju um hálsinn og þannig er tækið staðsett til að notkun þess sé áreiðanleg og hljómgæðin sem best