Skip to main content

Aðgengi fyrir alla

Aðsend grein - Höfundur: Ingibjörg Dóra Bjarnadóttir

rittúlkunAðgengi fyrir alla

Rittúlkun nýtist stórum hópi fólks, öllum þeim sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir og einstaklingum sem eru að ná tökum á íslensku. Rittúlkun hjálpar einnig þeim sem lamaðir eru.

Margir spyrja sig, Hvað er rittúlkun? Rittúlkun fer þannig fram að rittúlkurinn situr við hlið notanda þess og ritar allt sem fram fer og er sagt. Notandinn les upplýsingar jafnóðum og er alltaf meðvitaður um það sem rætt er.