Heyrnarskert börn
Heyrnar-og talmeinastöð sinnir eftirlit heyrnarskertra barna, sé heyrnarskerðingin ekki til komin vegna vökva í eyrum (ekki vegna leiðnitaps). Barninu er vísað í málþroska-og eða framburðarmat af læknum Heyrnar-og talmeinastöðvar. Sé barnið mjög ungt er um ráðgjöf til foreldra og annarra í nærumhverfi að ræða. Ef þörf er á þjálfun fer hún fram á HTÍ í samvinnu við foreldra og dagforeldra eða leikskóla/skóla barnsins.