Skip to main content

Styður RÚV hugsanlega ólöglega starfsemi ?

Frétt RÚV í kvöldfréttum 2.október s.l. var með eindæmum. Heyrnar-og talmeinastöð Íslands hafði sent út tilkynningu til að vekja athygli á því að hugsanlega væri verið að stunda ólöglega starfsemi með því að bjóða til sölu ódýr, kínversk heyrnartæki og auglýsa til aldraðra Íslendinga.
Innflutningsaðili og seljandi heyrnartækjanna hefur ekki sótt um lögbundna skráningu fyrir starfsemi sinni og telur sig vera í fullum rétt til að selja vöruna vegna þess að varan sé svo miklu ódýrari en viðurkennd heyrnartæki sem bjóðast á markaði frá þeim 4 aðilum sem fengið hafa leyfi Velferðarráðuneytis til sölu heyrnartækja á Íslandi í samræmi við lög og reglugerðir.

 

Tækin sem viðkomandi býður eru af Axon gerð, kínversk framleiðsla, sem kostar u.þ.b. 8 dollara stykkið á netverslun AliExpress, eða rétt tæpar 1000 krónur íslenskar.

Útsöluverð innflytjandans eru tæpar 29 þúsund krónur með vsk.

 

Fréttamaður RÚV tekur þann pól í hæðina að láta fréttina snúast um hversu dýr önnur heyrnartæki séu og að þessi sölumaður sé að gera heyrnarskertum mikinn greiða með að bjóða valkost við þau tæki sem fáist á Íslandi og kosti "hundruðir þúsunda".

 

Væri ekki betra að fréttamenn virtrar fréttastofu kynni sér mál aðeins betur áður en stokkið er með ókeypis auglýsingar í loftið fyrir aðila sem hugsanlega er að brjóta lög með starfsemi sinni?

 

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er umhugað um að heyrnarskertir fái alvöru þjónustu, nútíma heilsugæslu veitta af fagaðilum, nútíma gæðatæki sem gagnist við vandamáli sem er heyrnarskerðing og heyrnartap. Og verð hágæða tækja frá HTÍ kosta frá 33 þúsund krónur stykkið (með niðurgreiðslu)  ! Vissulega geta aldýrustu og flóknustu tæki sem tengst geta fjölmiðlunartækjum o.s.frv. kostað mun meira. Það gengur ekki að bera saman hlaupahjól og bíl.

Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita