BARNIÐ MITT STAMAR. HVAÐ Á ÉG AÐ GERA?
Ef barnið á í erfiðleikum með að tala og hikar eða endurtekur atkvæði, orð eða setningar, gæti það verið að þróa með sér stam. Það gæti einnig verið að ganga í gegnum tímabil sem mörg börn gera meðan þau eru að læra að tala. Ef stamið hverfur ekki á 3-6 mánuðum er mjög gott að leita ráðgjafar hjá talmeinafræðingi sem fyrst. Um það bil 5% allra barna ganga í gegnum tímabil þar sem þau stama í 6 mánuði eða lengur. 1% þeirra mun eiga í langtíma erfiðleikum með talið. Börn og fullorðnir sem stama eru ekki líklegri til að eiga í sálrænum eða tilfinningalegum vanda en þau börn eða fullorðnir sem ekki stama. Sjá nánar: https://hti.is/index.php/is/um-hti/frettir-hti/2-oflokkadh/522-boern-sem-stama.html?highlight=WyJzdGFtYSJd og stutteringhelp.org.
Mikið af upplýsingum um stam er að finna á Netinu en best er að leita sér ráðgjafar hjá talmeinafræðingi.