HVAÐ ER EÐLILEGT Í MÁLÞROSKA TVÍTYNGDRA BARNA?
Öll börn eru einstök. Það fer eftir ytri aðstæðum og hversu mikið tungumálin eru töluð í návist barnsins hvernig það þróar með sér tvítyngi. Málþroskinn, í hvoru tungumáli fyrir sig, fylgist ekki endilega að. Eins og hjá flestum eintyngdum börnum koma fyrstu orðin í kringum 1 árs aldurinn. Um 2 ára eru þau yfirleitt farin að nota stuttar (2 orða) setningar. Tvítyngd börn geta blandað saman málfræðireglum beggja málanna á ákveðnum tímabilum, eða þau geta blandað tungumálunum saman í sömu setningunni. Þetta telst eðlilegt í þróun tvítyngis. Ef annað tungumál kemur inn í málheim barnsins eftir 1-2 ára aldur geta þau „þagnað“ í dálítinn tíma, stundum nokkra mánuði. Mikilvægt er að tvítyngd börn skilji bæði tungumálin og mikilvægt er að þegar tvítyngd börn fara að mynda 3-4 orða setningar þá blandi þau ekki saman málfræði- eða setningarfræðireglum.
Ef tvítyngd börn eru sein til máls í báðum tungumálunum og ná ekki ákveðnum „áföngum“ í máltökunni er gott að leita ráðgjafar hjá talmeinafræðingi.
Sjá nánar til dæmis grein eftir Elínu Þöll Þórðardóttur í Talfræðingnum 2004 („Tvítyngi er ekkert að óttast“).
Geta allir sent inn beiðni til talmeinafræðings á Heyrnar-og talmeinastöð?
Læknir eða hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu barnsins. Talmeinafræðingur eða sálfræðingur getur einnig vísað. Börnum sem býðst athugun á málþroska á HTÍ eru:
· Börn sem heyrnarskerðingu.
· CODA börn, það er heyrandi börn heyrarlausra foreldra
· Börn sem fæðast með skarð í gómi eða vör.
· Börn sem fá slaka útkomu á PEDS í 18 mánaða skoðun heilsugæslunnar. Mælst er með því að hjúkrunafræðingur sæki rafrænt um á heimasíðu HTÍ.
· Börn utan af landi þar sem viðunandi úrræði eru ekki í heimabyggð