Skip to main content

Er nám í HEYRNARFRÆÐI eitthvað fyrir þig ?

ER NÁM Í HEYRNARFRÆÐI EITTHVAÐ FYRIR ÞIG ?

Er nám í HEYRNARFRÆÐI eitthvað fyrir þig ?

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hvetur unga námsmenn sem leita sér nú að framhaldsnámi með öruggt og skemmtilegt framtíðarstarf í huga að íhuga nám í heyrnarfræði.

Heyrnarfræði er kennd við háskóla í flestum nágrannalöndum okkar og hér á eftir koma hlekkir á námsleiðir nokkurra háskóla á Norðurlöndum og Bretlandi.

Þér er velkomið að hafa samband við okkur hjá HTÍ ef þú vilt frekari leiðbeiningar eða svör við spurningum.

Skráningar í nám næsta haust opna nú í mars og apríl !

 

Hvað er HEYRNARFRÆÐI (Audiology)

Heyrnarfræði (Audiology, úr latínu ,,audīre” (að heyra) og grísku -λογία, -logia (fræði) er sú grein vísinda sem rannsakar heyrnarskynfæri mannslíkamans, jafnvægi og sjúkdóma sem tengjast heyrn. Heyrnarfræðingar (Audiologists) meðhöndla folk með heyrnartap og vinna að forvörnum gegn heyrnarskaða. Heyrnarfræðingar mæla og greina heyrn með ýmsum tækjum og aðferðum (heyrnarmælingar s.s. loftleiðnimæling, beinleiðnimæling, talgreiningarpróf, otoacoustic emission mælingar og electrophysiologic próf). Þessar mælingar leiða í ljós hvort að viðkomandi mannesklja er með eðlilega heyrn eður ei. Heyrnarfræðingar greina orsakir heyrnarskerðingar og hvernig sú skerðing lýsir sér, s.s. tap á vissu tíðnisviði (hátíðni, miðtíðni, lág tíðni), hversu alvarleg skerðing er (væg, meðalslæmi, alvarleg, heyrnarleysi) og hvar á heyrnarbrautinni skerðing er (ytra eyra, miðeyra, innraeyra, heyrnartaug, miðtaugakerfi, heyrnarstöðvar heilans).
Heyrnarfræðingur mælir síðan með úrræðum eða endurhæfingu s.s. heyrnartækjum, kuðungsígræðslum, skurðaðgerðum o.s.frv.

Auk greiningar á heyrnarmeinum geta heyrnarfræðingar einnig sérhæft sig í ýmsum þáttum heyrnarmeina s.s. endurhæfing hjá eyrnasuðs-sjúklingum (tinnitus), jafnvægi, auditory processing disorders, og beiting og notkun heyrnartækja eða kuðungsígræðslutækja eða beinleiðnitækja. Heyrnarfræðingar annast sjúklinga á öllum aldri, allt frá fæðingu til lífsloka.

Hvar get ég lært heyrnarfræði?

Heyrnarfræði (audiology) er kennd við marga háskóla í Evrópu. Margir þeirra heyrnarfræðinga sem starfa á Íslandi hafa numið fræðin í Svíþjóð, Noregi, Danmörku eða á Bretlandi. En heyrnarfræði er víða kennd. Reglur um heyrnarfræðimenntun sem samþykkt er á Íslandi ætti þó að ráða vali á skóla ef þú vilt starfa á Íslandi í framtíðinni.

Grunn-nám er 180 punktar (bachelor) sem er kennt á 2-3 árum. Síðan er hægt að bæta við Masters gráðu o.s.frv.

Hér kemur listi yfir nokkra háskóla sem kenna heyrnarfræði:

  • Svíþjóð: Lund, Gautaborg, Örebro, Karolinska Institut (Stokkh.)

 

 

 

Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita