Skip to main content

Fréttir

Áströlsk langtímarannsókn sýnir mikilvægi snemmtækrar íhlutunar með heyrnartækjum og kuðungsígræðslum á málþroska barna.

Á síðasta ári birtust niðurstöður áralangra rannsókna ástralskra vísindamanna, LOCHI rannsóknin svokallaða (Longitudinal Outcomes of Children with Hearing Impairments).
Rannsóknin kannaði hvaða áhrif mismunandi þættir í meðferð heyrnarskertra barna hefðu á málþroska þeirra þegar þau eltust.
 
Niðurstöður sýna ótvírætt að það skiptir meginmáli að hefja hljóðræna þjálfun með heyrnartækjum og/eða kuðungsígræðslum eins fljótt og auðið er og helst fyrir 12 mánaða aldur. Því yngri sem börnin voru þegar þau fengu fyrstu heyrnartækin eða ígræðslur, þeim mun betur vegnaði þeim í málþroska, en þeim var fylgt eftir allt til 5 ára aldurs.
 
Á myndbandinu sem fylgir (klikkið á myndina hér að neðan) er hægt að sjá u.þ.b. 5 mínútna samantekt Dr Theresu Ching, eins aðalhöfunda rannsóknarinnar, á niðurstöðunum.
LOCHI Theresa Ching
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
birt: ágúst 2019

cochlear implants, CI