Skip to main content

Fréttir

Sjón- og heyrnarskerðing hefur veruleg áhrif á lífsgæði aldraðra

sjonogheyrnarskerding1

Miklu skiptir að greina vandann snemma og meðhöndla vel
til að viðhalda lífsgæðum og heilsu eldri borgara.

Aldraðir með bæði sjón- og heyrnarskerðingu búa við verra heilsufar og lífslíkur borið saman við jafnaldra þeirra sem hafa hvoruga fötlunina. Þetta sýnir nýleg rannsókn frá Singapore.

Skoðaðir voru hópa fólks á aldrinum 60, 70 og 80 ára, bæði með og án sjón- og/eða heyrnarskerðingu. Niðustöður sýna að fólk með annaðhvort sjónskerðingu eða heyrnarskerðingu eða samþætta skerðingu (bæði sjón-og heyrnarskerðingu) búa við verulega skerta líkamsfærni og skert lífsgæði miðað við jafnaldra með góða sjón og heyrn.

Meðhöndla þarf heyrnar- og sjónskerðingu aldraðra

Rannsakendur álykta að nauðsynlegt sé að beita snemmtækri og viðeigandi meðferð við skertri sjón og heyrn, sérstaklega ef um samþætta fötlun er að ræða til að draga úr líkum á því að fólk þurfi að lifa mörg ár við skerta hreyfi- og starfsgetu við daglegt líf.

,,Skert sjón og skert heyrn eru því miður oft talin eðlilegur og léttvægur hluti öldrunar og er oft bæði vangreindur og vanmeðhöndlaður heilsufarsvandi. Þessi mikilvæga rannsókn okkar sýnir að skjót greining og tímanlega meðhöndlun bæði sjón- og heyrnarskerðingar eldra fólks er lykillinn að bættum lífsgæðum fyrir eldri borgara, fjölskyldur þeirra og heilbrigðiskerfið,“ sagði prófessor Patrick Casey, Senior Vice Dean for Research at Duke-NUS í Singapore, í viðtali við tímaritið Science Daily.

Vandamál samkvæmt sjálfsmati aldraðra

Rannsakendur báðu þátttakendur um að meta eigin sjón og heyrn með tilliti til daglegra athafna. Þá voru þátttakendur spurðir um líkamlega getu s.s. hreyfigetu handa og fóta, færni til að ganga 200-300 metra vegalengd, ganga upp 10 þrep hvíldarlaust og að lyfta höndum upp yfir höfuð. Einnig voru þau spurð hvort að þau ættu erfitt með daglegar athafnir s.s. að baða sig, klæða sig, matast, vinna hin ýmsu heimilisstörf, lyfjatöku og hvort þau gætu ferðast með almenningssamgöngum.

Rannsóknin var gerð í þremur lotum. 3452 þátttakendur voru spurðir í fyrstu lotu (2009) og síðan fylgt eftir á árunum 2011-2012 og aftur árið 2015. Alls voru 3103 þátttakendur í annarri lotu og loks náðist í 1572 af upphaflegum þátttakendum í síðustu lotu árið 2015.

Aukin vandamál með hækkandi aldri

Í öllum lotum var hlutfall sjónskertra 12-17%, 6-9% voru með skerta heyrn og 9-13% voru með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Verulegur hluti þátttakenda, 34,6% (lotur 1 og 2) og 42,7% (lota 3), upplifðu stöðugt versnandi ástand sjónar og heyrnar á tímabili rannsóknarinnar.

Á fyrsta ári rannsóknarinnar (2009) sögðust 40,6% fólks með heyrnartap búa við takmarkaða líkamlega getu og 20,8% þeirra töldu fötlunina takmarka daglegar athafnir. Í annarri lotu (2011-2012) hækkuðu þessar tölur í 52,2% og 26,6% og í síðustu lotunni árið 2015 voru tölurnar komnar í 60,4% og 29,4%.

Í hópi fólks með BÆÐI sjón- og heyrnarskerðingu var skert hreyfigeta hjá 65,5% og takmarkanir á daglegum athöfnum hjá 39,28% í fyrstu lotu 2009.
Í annarri lotu hækkuðu þessar tölur í 64,3% og 43,7%. Í síðustu lotunni, 2015 voru tölurnar hjá fólki með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu komnar í 78,7% og 50,6% !

Færri ár án skertrar líkamlegrar getu

Rannsóknin sýnir að eldra fólk með skerta sjón OG heyrn geta vænst þess að 62% af elliárum þeirra markist af skertri líkamlegri getu en sambærileg tala fyrir fólk án sjón-og heyrnarskerðingar er 38%.

31% af elliárum þessa hóps mun markast af verulegum takmörkunum á færni til daglegra athafna á meðan hlutfall ára sem ófatlaðir jafnaldrar þeirra búa við slíkar takmarkanir er um 16%. Fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu lifir einnig marktækt skemur en vel sjáandi og vel heyrandi jafnaldrar þeirra.

Rannsóknin

Rannsóknin studdist við svör úr langtíma könnun á heilsu eldri borgara í Singapore: Panel on Health and Ageing of Singaporean Elderly (PHASE).

Niðurstöður birtust í vísindagreininni ,,The Impact of Self-Reported Vision and Hearing Impairment on Health Expectancy”, sem gefin var út í tímaritinu The American Geriatric Society.

Heimild: www.sciencedaily.com og The American Geriatric Society

heyrnartæki, Heyrnarskerðing;, samþætt sjón og heyrnarskerðing, sjónskerðing, daufblindir

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline