Skip to main content

Fréttir

Tilkynning - Nýr forstjóri HTÍ

Kristján Sverrisson nýr forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði þann 5. júlí s.l. Kristján Sverrisson forstjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands að undangengnu mati hæfnisnefndar. 


Kristján stundaði nám í viðskiptafræði og síðar íslensku við Háskóla Íslands, einnig stundaði hann nám í rússnesku og kennslu og uppeldisfræðum. Kristján hefur starfað í lyfjaiðnaðinum, bæði hérlendis og erlendis, meðal annars sem framkvæmdastjóri Glaxo Wellcome ehf. á Íslandi 1997-1999, í Finnlandi 1999-2001, markaðsstjóri hjá GlaxoSmithKline í Svíþjóð 2001-2002 og forstjóri Balkanpharma í Búlgaríu 2002-2004. Á árunum 2003 – 2005 var Kristján yfirmaður sölu og markaðsmála hjá Actavis og sá m.a. um þróun og innleiðingu alþjóðlegrar markaðsstefnu fyrirtækisins. Frá 2006-2012 rak Kristján eigið fyrirtæki (Aspirata OOD), við öryggisþjónustu og ráðgjafastörf og sem framkvæmdastjóri B.G. Global Services Ltd. sem sinnir alhliða Internetþjónustu við lyfjabúðir.


Kristján er kvæntur Ernu Svölu Ragnarsdóttur og eiga þau 3 börn en að auki á Kristján eina dóttur af fyrra sambandi. Kristján er Vesturbæingur og KR-ingur í húð og hár, hvort sem fólk telur það nú kost eða löst.


En gefum Kristjáni orðið:

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn til starfa hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Hér fer fram geysi umfangsmikið og merkilegt starf sem þjónar þúsundum Íslendinga. Heyrnarskerðing, heyrnarleysi og talmein eru stærra vandamál en margan grunar. Sívaxandi fjöldi Íslendinga þarf á heyrnartækjum að halda til að geta tekið fullan þátt í daglegu lífi og störfum. Aldurssamsetning þjóðarinnar á aðeins eftir að auka þessa þörf hröðum skrefum. Kuðungsígræðslur seinni ára eru hrein bylting og kraftaverki líkastar að mínu mati.

Ég tel enn mikið starf óunnið í sambandi við fræðslu og meðferð og ég er spenntur fyrir því að fá að leggja mitt lóð á vogarskálarnar hvað það varðar. Hér á Heyrnar- og talmeinastöðinni starfar einstaklega kraftmikið og jákvætt fólk sem hefur mikinn metnað til að bæta þjónustu við viðskiptavini. Samstarf við Landspítala og Háskóla Íslands er með miklum ágætum og vonandi getum við aukið enn við rannsóknir, fræðslu og þjónustu. Þá geri ég mér vonir um nánara samstarf við öll þau félagasamtök og einstaklinga sem vinna að málefnum þeim sem HTÍ sinnir“, segir Kristján að lokum. 

Við bjóðum hann velkominn til starfa.

 

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline