Hljóðabelgur-orðalistar
Heyrnar-og talmeinastöð gefur út nýtt efni.
Talmeinafræðingarnir Þóra Másdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir hafa tekið saman orðalista sem inniheldur orð sem raðað er eftir málhljóðum. Um er að ræða 130 blaðsíðna hefti sem gagnast til dæmis í vinnu með börnum í leik- og grunnskóla hvort heldur sem unnið er með framburð, málþroska og/eða orðaforða. Orðalistarnir nýtast einnig í vinnu með fullorðnum einstaklingum sem þurfa að æfa framburð hljóða og orða.
Hljóðabelgur skiptist í sjö kafla; Stök málhljóð í framstöðu, innstöðu og bakstöðu. Samhljóðaklasa, bæði framstöðu-og innstöðuklasa. Lágmarkspör, sérhljóð, orð röðuð eftir orðalengd og að lokum nokkrar hljóðaþrautir.
Heimilt er að ljósrita listana.
Verðið er 4.500 krónur og hægt er að nálgast eintak á HTÍ