Skip to main content

Fréttir

Ómeðhöndlað heyrnartap veldur verri líkamlegri og andlegri heilsu aldraðra

Tengsl eru á milli ómeðhöndlaðrar heyrnarskerðingar og lakari líkamlegrar og andlegrar heilsu hjá öldruðum, sýnir nýleg rannsókn.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á Johns Hopkins sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum eru aldraðir, með ómeðhöndlaða heyrnarskerðingu, líklegri til að krefjast innlagnar á sjúkrahús og þjást oft af óvirkni og þunglyndi. Rannsóknin sýndi fram á tengsl milli heyrnartaps og verri líkamlegrar og andlegrar heilsu hjá öldruðum.

Félagsleg einangrun

Í rannsókninni kom í ljós að aldraðir með ómeðhöndlaða heyrnarskerðingu eru 32% líklegri til að hafa verið lagðir inn á sjúkrahús, 36% líklegri til að kljást við önnur veikindi eða meiðsl og 57% líklegri til að þjást af mikilli streitu, þunglyndi og öðrum skapbrestum, samanborið við jafnaldra þeirra með eðlilega heyrn.
Sérfræðingar, meðal annars við Johns Hopkins sjúkrahúsið, hafa á undanförnum árum lagt fram tilgátu um að tengsl séu á milli þess hvernig líkamlegri og andlegri heilsu hraki hjá öldruðum með heyrnartap og félagslegrar einangrunar sem oft komi í ljós eftir því hversu lengi heyrnartap fái að versna ómeðhöndlað. Áhrif félagslegrar einangrunar geti síðan leitt til tíðari sjúkdóma og að lokum innlagnar á sjúkrahús.

 „Heyrnartap getur haft djúpstæð og slæm áhrif á líkamlega og andlega líðan aldraðra og jafnvel íþyngt heilbrigðiskerfinu verulega," sagði Frank Lin, MD., Ph.D., einn forvígismanna rannsóknarinnar og sérfræðingur í heyrnarfræði og sóttvörnum hjá Johns Hopkins sjúkrahúsinu.  „Niðurstöður okkar ættu að undirstrika hvers vegna heyrnarskerðing á ekki að teljast ómerkilegur hluti öldrunar heldur afar mikilvægt málefni fyrir lýðheilsu."

„Þeir sem ákvarða stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum þurfa virkilega að íhuga heyrnarskerðingu og heilsutengd áhrif hennar á breiðari grundvelli þegar ákvarðanir eru teknar, sérstaklega fyrir eldra fólk," sagði Dane Genther, MD, sem leiddi rannsóknarteymið.

Notkun heyrnartækja gæti hjálpað

Vísindamenn við Johns Hopkins eru nú að skoða hvort meðhöndlun heyrnartaps með heyrnartækjum eða öðrum hjálpartækjum geti í raun dregið úr hættu, t.d. á vitglöpum.

Heimild : www.union-bulletin.com og http://www.stlamerican.com

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline