Skip to main content

Er virkilega til pilla við heyrnartapi? (3)

Er virkilega til pilla við heyrnarleysi?

Snákaolía eða sannleikskorn?

Nýlega vorum við hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni spurð hvort að við hefðum séð auglýsingu um sannkallaða töfrapillu, „Heyrnartaps-pilluna“. Með fylgdi vefslóð á auglýsingu þar sem til sölu var sannkölluð undrapilla sem, að sögn hins bandaríska söluaðila, getur stórbætt heyrnartap með því að:

  • Örva taugar í innra eyra
  • Örva heilann svo hann skilji betur hljóð
  • Stöðva skaðlegar sameindir sem valda heyrnartapi
  • Veita bætiefni sem eru nauðsynleg fyrir góða heyrnarstarfsemi

 

Ekki lítur þetta nú illa út og kannski skiljanlegt að sumir freistist til að kaupa sér mánaðarskammt á 8-10 þúsund krónur (með heimsendingu) og prófi slíkt undralyf.

Við ákváðum því að kanna ögn betur hvað liggur að baki. Í ljós kemur að pillan er samsett úr ýmsum virkum efnum og hjálparefnum. Helsta virka efnið heitir Vinpocetin eða ethyl apovincaminate. Þetta efni var upprunalega unnið úr plöntu en árið 1975 fann ungverskur vísindamaður leið til að framleiða efnið syntetískt eða með efnablöndum. Vinpocetin er skráð sem lyf við elliglöpum og minnistapi í sumum löndum Austur-Evrópu en hefur ekki hlotið náð fyrir augum vestrænna heilbrigðisyfirvalda. Þó er efnið leyft sem bætiefni/næringarefni í Bandaríkjunum og víðar.

Nokkrar vísindalegar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni vinpocetins en ekki rákumst við á neinar sem sérstaklega skoða áhrif á heyrn. Lyfið getur haft áhrif á senso-neural starfsemi (s.s. heyrnartaug) en ekki er samt hægt að álykta að heyrn geti batnað þó svo sé.


Óvirkt en skaðlaust?

Heyrnarpillan inniheldur 10mg af Vinpocetin en síðan eru hin ýmsu vítamínum og bætiefnum bætt í hylkin. Trúlega verður engum meint af inntöku þessa „lyfs“ en við getum ekki séð að heyrnarskertir geti vænst neins árangurs af töku þessarar næringarblöndu á heyrnina. Því miður.


Við vonum auðvitað að í framtíðinni muni læknavísindum takast að finna leið til að lækna veiklaðar eða ónýtar hárfrumur í innra eyra (aðalorsök heyrnarskerðingar og heyrnarleysis) en sú lækning er ekki enn til staðar. Uppfinning slíks lyfs verður örugglega á forsíðum allra fjölmiðla þegar þar að kemur en ekki aðeins auglýst með vafasömum upphrópunum á lítt þekktum vefsíðum þeirra sem vilja nýta sér löngun heyrnarskertra eftir betri lífsgæðum.hearing loss pill

Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline