Ný rannsókn sýnir nauðsyn meðferðar heyrnartaps aldraðra
Í þekktu tímariti um öldrunarfræði, Journal of Gerontology, birtist í janúar s.l. afar athyglisverð vísindagrein sem ber heitið:
Death, Depression, Disability, and Dementia Associated With Self-reported Hearing Problems: A 25-Year Study
Höfundar könnuðu, yfir langt tímabil, samband heyrnartaps og heyrnarleysis hjá fullorðnum og öldruðum með tilliti til ýmissa þátta og reyndu að komast að því hvort og hvernig heyrnartap hefði áhrif á líf og lífsgæði fólksins.
NIðurstöður eru afar merkilegar. Höfundar segja m.a. í niðurstöðum sínum:
"An increased risk of disability and dementia was found for participants reporting hearing problems. An increased risk of depression was found in men reporting hearing problems. In additional exploratory analyses, such associations were not found in those participants using hearing aids."
Heyrnartap hefur neikvæð áhrif á færni fólks, þunglyndi og elliglöp. Á hinn bóginn virtust þeir sem fengu meðferð við heyrnartapi sínu og nota heyrnartæki reglulega ekki verða fyrir sömu neikvæðu áhrifum. Þetta sýnir mikilvægi greiningar og endurhæfingar hjá heyrnarskertum á gamals aldri.