Heyrnarfræði við Örebro háskóla í Svíþjóð
Frá og með haustinu 2024 verður heyrnarfræði kennd í fjarnámi frá Örebro háskólanum í Svíþjóð í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem námið er í boði á Íslandi og því sérstaklega ánægjulegt að það sé í fjarnámi.
Uppsetning fjarnáms
Námið er sett fram sem blandað fjarnám frá Örebro háskóla í Svíþjóð og hefur verið samþykkt af heilbrigðisráðuneytinu.
Bóklega námið fer fram sem fjarnám og verður hluti fyrirlestra á sænsku með textun á ensku og aðrir fyrirlestrar á ensku. Allt lesefni, verkefni og próf eru á ensku.
Verknámið fer fram á Heyrnar- og talmeinastöðinni í Reykjavík, svo ekki er gerð krafa um að farið sé til Örebro á námstímanum en möguleiki er á kynnisferð í skólann í upphafi árs.
Frekari upplýsingar á vef skólans