Algengasta vandamálið þegar ekki heyrist í heyrnartæki er að eyrnamergur eða fita hefur farið fyrir hljóðop á tæki.
Hér fylgja leiðbeiningar á Youtube frá heyrnartækjaframleiðandanum Phonak. Athugið að með því að smella í hægra hornið er hægt að velja fleiri tendt video.
Bilanir
Tæki hleður ekki eða kveikir ekki á sér.
Lausn fyrir: Öll heyrnartæki sem hlaða með hleðsluboxi frá Phonak.
- Halda neðri takknum niðri í 15 sekúndur og setja í hleðsluboxið.
- Hreinsa hleðslusnertur í hleðslutæki og heyrnartæki(húðfita getur sest á þær og komið í veg fyrir hleðslu).
Ef þetta virkar ekki gæti verið að það þyrfti að uppfæra tækið með tölvu og því þarf að koma með það til okkar.