Skip to main content

Tónmöskvar

Tónmöskvar í leikhúsum og öðrum samkomusölum

Tónmöskvi er búnaður til að auka aðgengi heyrnarskertra að öluðu máli.
Tæknin er fólgin í snúru, sem lögð er í hring og myndar rafsegulsvið.
Þessi tækni gerir notendum heyrnartækja, sem hafa sérstaka móttakara fyrir tónmöskvasendingar
(T-spólu), kleift að heyra betur það sem sent er í gegnum tónmöskvann.
Tónmöskvi styttir fjarlægð hljóðsins frá hljóðgjafa til heyrnartækja.
Notandinn þarf að vera staðsettur innan segulsviðsins til að tæknin komi að notum.
Í núgildandi byggingarreglugerð, grein 107:6 segir:
„Samkomusalir skulu eftir því sem við á vera búnir tónmöskvakerfi eða öðru sambærilegu kerfi með tilliti til heyrnarskertra.“
Samkomusalir eru samkvæmt reglugerðinni til dæmis.:
félagsheimili, leikhús, kvikmyndahús, veitingahús, kirkjur, safnaðarheimili, hús með fundarsölum, sýningarsölum, fyrirlestrarsölum, íþróttasölum, mötuneyti fyrir 50 manns eða fleiri....


Leikhúsin

Þjóðleikhús og Borgarleikhús hafa tónmöskva en athuga þarf að kaupa miða í ákveðin sæti, ef nota á tónmöskvann.
Þjóðleikhúsið hefur tónmöskva í fjórum til fimm ystu sætum beggja vegna í sætaröðum 1 til og með 9 og í öllum sætum í sætaröð 10.
Borgarleikhús hefur tónmöskva bæði í litla sal og aðalsal.
Í litla sal er tónmöskvi í öllum sætum á 4. og 5. bekk (tvær efstu sætaraðir).
Í aðalsal er tónmöskvi í öllum sætum á 1. til og með 5. bekk. Tónmöksvi er í sex ystu sætum á 6. til og með 13. bekk, beggja megin í salnum. Þá er tónmöskvi í öllum sætum á 15. til og með bekk 17.

Kirkjur

Kirkjur á Reykjavíkursvæðinu hafa margar tónmöskva og liggja þeir yfirleitt meðfram veggjum. Best er þá að sitja sem næst veggjunum til að ná sendingum tónmöskvans vel.

 

Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita