Stækka letur
Þegar hljóðhimnan er heil er hægt að meta þrýsting í miðeyranu með þrýstimælingu. Það er gert með því að breyta þrýstingi í hlustinni. 

Þrýstimæling gefur meðal annars upplýsingar um það hvort vökvi sé í miðeyranu. Einnig gefur mælingin vísbendingu um starfsemi kokhlustarinnar. Vökvi í miðeyra getur leitt til tímabundinnar heyrnarskerðingar, einkum á lágtíðnisviði. Stundum er því lýst eins og að vera með hellu eða bómull í eyrunum.

Mikilvægt er að leita ráðlegginga hjá lækni ef vökvi er í miðeyra.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands  - Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík

Sími: 581 3855 - Bréfasími: 568 0055 - Netfang: hti@hti.is

Heyrnar- og talmeinastöðin veitir þjónustu á landsvísu og leitast starfsmenn stöðvarinnar við að þjóna öllum þeim sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með talmein eins vel og kostur er.