Skip to main content

Of fáum boðið að fá kuðungsígræðslu vegna slæmrar heyrnarskerðingar?

grein Turunen Taheri Af hverju ekki CI

Sænsk rannsókn telur að of fáum illa heyrandi eða heyrnarlausum fullorðnum einstaklingum sé ráðlagt
að fá s.k. kuðungsígræðslu til að hjálpa þeim að endurheimta tapaða heyrn.

Nýlega kom út rannsókn í Acta Oto-Laryngologica þar sem Kristina Turunen-Taheri og meðhöfundar rannsökuðu þau úrræði sem boðin eru mjög illa heyrandi fólki í Svíþjóð.

Höfundar tiltaka að tíðni alvarlegrar heyrnarskerðingar sé u.þ.b. 0,2% sem þýði að um 20 þúsund Svía falli í þennan hóp (Ef sömu tölur gilda á Íslandi væri um rúmlega 700 Íslendinga að ræða). Það sem rannsakendur telja athyglisvert er hversu fáir úr þessum hópi hafa verið rannsakaðir með tilliti til mögulegrar meðferðar með ígræðslutækni eða verið boðið að fá kuðungsígræðslur til að bæta heyrnina.

Rannsóknin leitaðist við að svara því hvers vegna kuðungsígræðslur kæmu ekki til greina og hvaða ástæður væru tilgreindar sem mótrök gegn ígræðslum.

Alls voru greindar sjúkrasögur 1076 sjúklinga sem féllu undir greiningu Severe-To-Profound Hearing Loss (Mjög illa heyrandi eða nær heyrnarlausir).

Í ljós kom að aðeins 14,5% sjúklingannan höfðu verið rannsökuð sem kandidatar fyrir mögulega kuðungsígræðslu og 8,5% hópsins fengu ígræðslur. Fleiri konur (56,5%) en karlar fengu ígræðslur.
Helstu tilgreindar ástæður fyrir því að sjúklingum var ekki boðin ígræðsla voru: a) vegna heyrnar (30,5%) þ.e. önnur heyrnartæki voru talin duga, b) Óþekkt orsök (25%), hvað svo sem það þýðir.
Sjúklingar sem voru í reglulegri meðferð hjá heilbrigðisstarfsfólki voru ólíklegri til að lenda í hópnum sem ekki var boðin ígræðsla af "óþekktum ástæðum".

Höfundar lýsa áhyggjum sínum yfir því að illa heyrandi fólk á aldrinum 81-100 ára, sem var elsti hópurinn, fengu örsjalda rannsókn á því hvort að kuðungsígræðslur gætu gagnast .þeim. Aðeins þeir sem voru í virkastri meðferð heyrnarsérfræðinga fengu slíka rannsókn.

heimild: Acta Oto-Laryngologica, Vol 139, 2019,  7.tölublað

 

birt: des 2019

kuðungsígræðsla, Heyrnarskerðing;, heyrnartap

Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita