Skip to main content

Hafa verkjalyf neikvæð áhrif á heyrn kvenna ?

painkillers1

Nýleg bandarísk rannsókn skoðaði langtíma-notkun 54.000 kvenna á þremur algengum tegundum verkjalyfja með tilliti til áhrifa á heyrn. Niðurstöður vekja athygli. Rúm 16% kvenna í rannsókninni voru með heyrnartap af völdum slíkra lyfja og langtímanotkun verkjalyfja eykur líkur á heyrnartapi.

Möguleg tengsl fundust milli notkunar kvenna á 2 af 3 verkjalyfjum sem skoðuð voru. Þau verkjalyf sem virðast valda heyrnartapi við langtímanotkun eru Ibuprofen og Acetaminophen, hvort tveggja mjög algeng verkjalyf. Hins vegar sáust engin áhrif á heyrn við langtímanotkun venjulegs aspiríns (acetylsalicilsýru).

Rannsakendur frá Brigham and Women´s Hospital rannsökuðu 54 þúsund konur á aldrinum 48-73 ára. Heyrnartap af völdum verkjalyfja kom skýrast fram hjá þeim konum sem notuðu verkjalyf reglulega í 6 ár eða lengur. Hjá konum sem notuðu slík lyf einungis 1-2svar í viku í allt að 12 mánuði sást hins vegar enginn marktækur munur á heyrn.

Gary Curham, einn höfunda skýrslunnar, telur að þó að niðurstöður sýni einungis takmörkuð neikvæð áhrif sé ástæða til að hafa þetta í huga, einkum þar sem þessi lyf eru mjög algeng og margir nota þau reglulega og til lengri tíma.

Ágúst 2017

Heimild: news.harvard.edu/gazette/story/2016/12/longer-use-of-pain-relievers-associated-with-hearing-loss-in-women/
Save
Cookies user preferences
We use cookies to ensure you to get the best experience on our website. If you decline the use of cookies, this website may not function as expected.
Accept all
Decline all
Read more
Functional
Tools used to give you more features when navigating on the website, this can include social sharing.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Accept
Decline
Analytics
Tools used to analyze the data to measure the effectiveness of a website and to understand how it works.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Accept
Decline