Skip to main content

Snemmtæk íhlutun ungra barna

Snemmtæk íhlutun ungra barna

Talmeinafræðingar HTÍ sinna snemmtækri íhlutun í samvinnu við ungbarnavernd heilsugæslustöðva landsins. Í kjölfar 18 mánaða skoðunar á heilsugæslu geta hjúkrunarfræðingar vísað til frekari athugunar ef áhyggjur eru til staðar af hægri máltöku. Þroskavörður í máltjáningu og málskilningi eru hafðar til viðmiðunar þegar vísað er.
 

  • Greiningarviðtal

Foreldrum er boðið til greiningarviðtals með barnið. Teknar eru saman bakgrunnsupplýsingar um ma. heilsufar, máltöku og almennan þroska barnsins. Málþroskamat er framkvæmt í gegnum áhorf og spurningalista til foreldra um máltjáningu og málskilning (REEL-3). Samhliða er lagt mat á boðskiptafærni barnsins.

  • Skilaviðtal

Talmeinafræðingur fer í gegnum niðurstöður greiningar og þau úrræði sem barninu býðst í kjölfarið. Foreldrum býðst fræðsla um málþroska og einstaklingsbundnar aðferðir til málörvunar. Foreldrum er leiðbeint um notkun aðferðanna. Umsögn er send á tilvísandi aðila, til foreldra og annarra stofnanna ef vilji er fyrir því td. leikskóla, þjónustumiðstöðva eða Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins.

  • Eftirfylgni

Haft er samband við foreldra eftir 3-4 mánuði til að fylgja málinu eftir og meta árangur málörvunar.

 

Málþroski barna

Máltaka barna er samspil margra þátta. Börn hafa meðfæddan hæfileika til að veita röddum og andlitum í kringum sig athygli og þau er stillt inn á að nema það eða þau mál sem þau heyra í nánasta umhverfi sínu. Félagslegi þáttur málanámsins er ómetanlegur og sannast hið fornkveðna að því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft.

Málþroski barna er viðfangsefni foreldra, leikskólakennara, þroskaþjálfa, talmeinafræðinga og annarra sem fylgjast náið með hvernig barnið tileinkar sér móðurmálið. Með því að velja slóðirnar sem birtast hér á síðunni má skoða ýmsa þætti málþroskans, helstu tal- og málmein og atriði er varða málörvun barna svo eitthvað sé nefnt.

Ef þú sem foreldri hefur grun um að málþróun barns þíns fylgi ekki dæmigerðum málþroska jafnaldra er oftast full ástæða til að taka mark á þeim grun. Upplýsingarnar sem hér birtast er ætlað að vera foreldrum, starfsfólki leikskóla og örðum þeim sem hafa áhuga á málþroska barna leiðarvísir um hver staða barna í málþroska er á mismunandi aldri. Veljið Þróun máls og tals hjá börnum til að fá upplýsingar um málþróun barna á mismunandi aldursskeiði.
 
Börn með frávik í máli geta átt erfitt með að...
 
  • hlusta á aðra og halda athygli
  • tengjast öðru fólki
  • skilja það sem sagt er við þau
  • læra og nota ný orð
  • tengja tvö orð eða fleiri saman í setningar
  • taka þátt í samræðum
Frávik í tali fela í sér að barnið er með...
 
  • framburðarerfiðleika (það ber ekki öll málhljóðin rétt og skýrt fram)
  • stam (það kemur orðum og setningum ekki eðlilega frá sér)
  • raddveilu (t.d. er röddin stöðugt hás og loftkennd og barnið þreytist fljótt á að tala)
  • óeðlilegan nefhljóm sem gerir talið óeðlilegt áheyrnar
 
 
 
Vista
Vefkökur samþykki og yfirlit
Við notum vefkökur til að betrumbæta notendaupplifun vefsins. Ef þú samþykkir ekki notkun vefkaka getur það bitnað á virkni og notkun hans.
Samþykki allar
Neita öllum
Lesa skilmála
Functional
Forrit sem eru notuð til að veita þér fleiri möguleika eins og til dæmis tengingu við samfélagsmiðla.
Osano
Vefkaka sem geymir tímabundið samþykki þitt á þessari vefsíðu
Samþykkja
Neita
Analytics
Forrit sem skráir og mælir skilvirkni vefsíðunnar. Greinir notkun gesta. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta upplifun notenda.
Google Analytics
Rýnir í vefumferð á vefnum svo hægt sé betrumbæta hann.
Samþykkja
Neita