Fréttir

Ef þú svarar ,,Nei“ þá skaltu vita að þú ert ekki ein(n) á báti !

heyrnarheilsa1

Nýleg könnun meðal 2000 Englendinga sýnir mikla vanþekkingu á sambandi ómeðhöndlaðrar heyrnarskerðingar og heilsu fólks.

67% svarenda vissu ekki að ómeðhöndlað heyrnatap getur flýtt fyrir ellihrörnun og elliglöpum fólks. Þar að auki sagðist meira en helmingur (53%) aðspurðra ekki vita að heyrnarskerðing geti valdi þundlyndi og öðrum geðrænum vanda.
Ómeðhöndlað heyrnartap er einnig talið hafa áhrif á sykursýki, svefnvandamál, hjartasjúkdóma og auknar líkur á falli.

Athygli vekur að sá hópur sem minnst vissi um vandamál tengd heyrnartapi var aldurshópurinn 45-54 ára. Þetta skiptir máli því að um 40% fólks yfir fimmtugt er með einhverja heyrnarskerðingu og það hlutfall fer síðan upp í um 70% hjá þeim sem eru eldri en 70 ára.

Sem betur fer sögðust um 64%, eða nær tveir af hverjum þremur, að þau mundu nota heyrnartæki ef þau vissu um þessi vandamál.

GÓÐU FRÉTTIRNAR eru þær að allir svarendur sem þegar voru heyrnartækjanotendur í könnuninni sögðu að heyrnartækin bættu lífsgæði sín og að þau vildu bara að þau hefðu fengið sér heyrnartæki fyrr!

Heimild: *Survey of 2000 UK adults commissioned by the British Irish Hearing Instrument Manufacturers Association (BIHIMA)

Subcategories