Fréttir

Alþjóðlegur dagur kuðungsígræðsla (Cochlear Implant day) 25.febrúar


,,Kuðungsígræðslur eru eitt árangursríkasta ígræði á sviði taugavísinda sem þróað hefur verið“ (Alþjóða Heilbrigðisstofnunin, WHO, World Report on Hearing 2021)
Kuðungsígræðslur gjörbreyta lífi og auka tækifæri illa heyrandi fólks.
Þrátt fyrir þetta hafa einungis 1 af hverjum 20 sem þurfa nauðsynlega á kuðungsígræðslum að halda, fengið slíka aðgerð, bæði börn og fullorðnir með alvarlega heyrnarskerðingu. Þessi gjá á milli þarfar og framboðs leiðir til gífurlegra persónulegra og heilbrigðislegra vandamála og mikils kostnaðar fyrir samfélagið. Það er til lausn og heilbrigðisyfirvöld þurfa að veita aðgengi að tækninni og endurhæfingu í kjölfar aðgerða. Kuðungsígræðslur eru þjóðhagslega hagkvæmar og veita fólki með erfiða fötlun mikil lífsgæði og bættan aðgang að samfélagi, menntun, atvinnu, félagslífi o.s.frv.

Subcategories