Í ár er 20. október er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um málþroskaröskun DLD (e. Developmental language disorder). Starfsfólk Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands heldur því upp á bæði Bleika daginn og DLD daginn.

Málþroskaröskun DLD er nokkuð algengt en rannsóknir sýna að um 7,4% fólks glímir við röskunina. Yfirskrift dags málþroskaröskunar DLD í ár er “Málþroskaröskun DLD um allan heim”. Málþroskaröskun DLD er röskun sem veldur erfiðleikum með að læra, skilja og nota tungumál. Fjölmargir eru tví- og/eða fjöltyngdir en það orsakar ekki málþroskaröskun DLD. Tví- og/eða fjöltyngi útilokar heldur ekki að einstaklingur geti verið með málþroskaröskun.

Málþroskaröskun er margslungin taugaröskun sem birtist snemma hjá börnum en mikilvægt er að þekkja einkennin. Hægt er að kynna sér málþroskaröskun DLD betur á malefli.is eða á Facebook síðu Máleflis.

eitt af hverjum 14 bornum

DLDdagur HTI