Viðvarandi mannekla hefur verið á talmeinasviði frá 1. febrúar 2023. Vegna þessa hafa orðið eftirfarandi takmarkanir á þjónustu talmeinasviðs:
- Hætt hefur verið málþroskaathugunum á börnum vísað frá heilsugæslum eftir 18 mánaðaskoðun.
- Sett hefur verið upp lotukerfi í talþjálfun til þess að tryggja talþjálfun fyrir fasta skjólstæðinga.
- Hægst hefur á innköllun heyrnarskertra barna og barna með skarð í gómi og/eða vör.
Hægt hefur verið að tryggja eftirfarandi þjónustu:
- Endurhæfingu nýrra kuðungsígræðsluþega.
- Málþroskaathuganir fyrir börn með nýgreinda heyrnarskerðingu.
- Fyrstu heimsóknir barna fædd með skarð í gómi og/eða vör.
Allir sem hafa verið fastir skjólstæðingar talmeinasviðs eru skráðir og verður haft samband við þá þegar pláss losna í talþjálfun.
Frá og með áramótum hafa talmeinafræðingar unnið eftir svokölluðum lotukerfum þar sem hvert barn fær ákveðinn fjölda þjálfunartíma en að þeim loknum fer barn aftur á biðlista eftir þjálfun.
Mikilvægt er að þjálfunartímar sem bjóðast séu vel nýttir og að forföll séu tilkynnt tímanlega. Ef mikið er um forföll eða fjarvera ekki tilkynnt verður litið svo á að talþjálfun sé hætt.
Mörg börn eru á biðlista og ljóst er að ekki er hægt að tryggja sama fjölda talþjálfunartíma og áður. Talmeinasvið Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands ítrekar að fylgst er vel með málum en hægt er að hafa samband ef áhyggjur vakna.