Málþroski:

Vakni áhyggjur af málþroska hjá ungu barni sem ekki er byrjað á leikskóla er hægt að sækja um málþroskamat fyrir barnið hjá talmeinafræðingum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Tilvísun þarf að berast frá lækni og hjúkrunarfræðingi.

 Sé barnið byrjað á leikskóla í sveitarfélagi þar sem þjónusta talmeinafræðings er til staðar skal sækja um málþroskamat hjá viðkomandi sveitarfélagi. Í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu starfa talmeinafræðingar sem sinna greiningu hinna ýmsu tal- og málmeina hjá börnum. Best er að hafa samband við sérkennslustjóra þess leikskóla sem barnið sækir sem getur þá sótt um málþroskamat fyrir barnið hjá talmeinafræðingum sveitarfélagsins.

Víða utan höfuðborgarsvæðisins starfa talmeinafræðingar innan sveitarfélagsins sem sinna málþroskamati hjá börnum sem þar eru búsett. Sé barnið byrjað á leikskóla en engin þjónusta talmeinafræðings til staðar hjá viðkomandi sveitarfélagi má sækja um málþroskamat hjá talmeinafræðingum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Tilvísun þarf að berast frá lækni eða hjúkrunarfræðingi.

Börn í leik- og grunnskóla eiga rétt á þjónustu talmeinafræðings síns sveitarfélags sé sú þjónusta til staðar.

Börn sem falla undir viðmið Sjúkratrygginga Íslands er hægt að vísa í talþjálun hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi. 

Stofur sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga:

Mál og tal, Melabraut 29, 220 Hafnarfirði, s. 571-5342

Okkar talþjálfun, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík www.okkartal.is

Talþjálfun Reykjavíkur, Bolholti 6, Reykjavík, s. 553-5030

Talsetrið, Furugerði 3, 108 Reykjvavík www.talsetrid.is 

Talstöðin, Hamraborg 1, 200 Kópavogi, s. 544-5004