heyrnar og talmeinastodin-heyrnafraedingur
Aðstoð hjá heyrnarfræðingi

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er miðstöð þekkingar í heyrnar- og talmeinum á Íslandi. Við veitum þjónustu á landsvísu og er það hlutverk okkar að þjóna þeim sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með talmein.
Við sinnum hlutverki okkar með því að veita víðtæka þjónustu á sviði heyrnar- og talmeina fyrir börn, fullorðna og fjölskyldur þeirra, án tillits til stigs heyrnarskerðingar eða talmeina.

Við erum leiðandi á okkar sviði og munum halda áfram að afla og miðla þekkingu um heyrnar- og talmein bæði hjá almenningi og fagaðilum. Við hvetjum til aukinna rannsókna á sviði heyrnar- og talmeina jafnframt því að vera leiðandi í rannsóknum á okkar sviði. Markmið okkar er að veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á sviði heyrnar- og talmeina.