IdaElvedin

Við bjóðum tvo unga heyrnarfræðinga frá Noregi velkomna í hóp starfsfólks Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Ungmennin hófu störf hjá okkur síðla júní-mánaðar og hyggja á eins árs dvöl. Þau heita Elvedin Deumic og Ida Heggem og hlutu bæði menntun í heyrnarfræði frá háskólanum í Þrándheimi.

Þetta eru eldhressir krakkar sem hafa hellt sér út í íslenskunám af fullum krafti því að þau vilja geta sinnt viðskiptavinum HTÍ eins vel og kostur er.

Við bjóðum Idu og Elvedin hjartanlega velkomin til okkar og væntum mikils af þeim.

Við biðjum viðskiptavini okkar að sýna þeim þolinmæði og tillitsemi á meðan þau eru að komast inn í íslenskan veruleika og okkar erfiða tungumál. Aðrir starfsmenn munu sinna túlkun ef nauðsyn krefur.

 

Birt: Júlí 2020