Jenile Margret og Magnus juli20

https://www.frettabladid.is/kynningar/agengi-a-hljoi-me-jenile/

Nýlega gekk Heyrnar- og talmeinastöð Íslands til samstarfs við framleiðanda viðurkennds viðvörunarbúnaðar fyrir heyrnarskerta og heyrnalausa. Tækin heita JENILE og koma frá Frakklandi. Innflytjendur eru hörkuduglegt par úr hópi heyrnarlausra Íslendinga. Þau Margrét og Magnús voru í viðtali við Fréttablaðið miðvikudaginn 1.júlí þar sem þau gerðu grein fyrir þessum mikilvæga hjálparbúnaði.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands selur búnaðinn til þeirra heyrnarskertu eða heyrnarlausu einstaklinga  sem rétt eiga á greiðsluþátttöku ríkis í slíkum búnaði vegna fötlunar sinnar. Nánari upplýsingar veitir afgreiðsla. Á næstunni mun HTÍ kynna vörurnar betur á vefsíðu og samfélagsmiðlum.

Hér að neðan er hlekkur á fréttina í Fréttablaðinu:

https://www.frettabladid.is/kynningar/agengi-a-hljoi-me-jenile/

 

Birt: 1.júlí 2020