Evrópudagur talþjálfunar

Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar hefur Heyrnar og talmeinastöð útbúið upplýsingablað um hljóðkerfisvitund. Hljóðkerfisvitund er hæfileikinn að átta sig á öllum einingum tungumálsins (frá þeim stærstu til þeirra minnstu) og geta unnið með þessar einingar. Hljóðkerfisvitund er einn af undirstöðuþáttum lesturs og börn þurfa að ná ákveðinni færni í henni til þess að ná góðum tökum á lestri.
Hljóðkerfisvitund er hluti af málþroskanum og byrjar að þroskast snemma á fjórða ári með því að barnið byrjar að átta sig á stærstu einingum málsins, orðum, orðhlutum og atkvæðum. Smátt og smátt fer barnið að geta greint smæstu einingar tungumálsins, þ.e. stök hljóð, samhliða því sem máltilfinning barnsins þroskast.
Þjálfun hljóðkerfisvitundar hefur bein tengsl við farsælt lestrarnám. Börn sem fá þjálfun í verkefnum sem styrkja hljókerfisvitund standa betur að vígi þegar kemur að lestrarnámi. Börnum sem eru í áhættuhópi fyrir lestrarvanda gagnast þessi þjálfun séstaklega. Búið er að dreifa blaðinu til hjúkrunarfræðinga ung og smábarnaverndar til þess að afhenta foreldrum blaðið í fjögurra ára skoðun, þeim til upplýsingar um mikilvægi hljóðkerfisvitundar. Einnig verður hægt að hlaða blaðinu niður af heimasíðu HTÍ þar sem það er aðgengilegt fyrir alla.

Hlaða niður upplýsingablaði